Færsluflokkur: Bloggar

Maður sem kann ekki að skammast sín...

Þarf nokkuð að segja meira? Þáttur hans í þessu hruni er alveg nægur og sumar embættisgjörðir hans hafa mætt mjög mikilli gagnrýni og þar á meðal frá Umboðsmanni Alþingis. Hvar annarsstaðar en á Íslandi getur svona maður haldið áfram í pólitík? Bananalýðveldi indeed...
mbl.is Árni Mathiesen áfram í kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir um hefndir...hlægilegar.

Mér fannst alveg rosalegur hótunnar og hefndarkeimur af þessu kroti hans Kjartans í Mogganum í morgun. Skrif um landsdóm og fleira vegna meints ofbeldis gegn embættismönnum og fyrir dirfsku ráðherra að skipta um ráðuneytisstjóra í ráðuneytum sínum. Þetta var svona rosalega "þegar við komumst aftur til valda þá...."

En mér finnst minni Kjartans greinilega vera gloppótt eða í það minnsta mjög svo mikið valminni. Hann er kannski búinn að gleyma því ofbeldi sem Davíð vinur hans beitti gegn þjóðhagsstofu, því ofbeldi sem hrakti Sverrir gamla úr Landsbankanum og varð uppruni Frjálslynda Flokksins. 

Og það að ráðherrar skipti um ráðuneytisstjóra er alls ekki svo óalgengt í  upphafi ráðherrtíðar og alveg mjög skiljanlegt þegar um er að ræða gamlan ráðuneytisstjóra annars flokks. Enda ætti það að vera reglan. Ráðuneytisstjórar eru mjög pólitískir og eru framkvæmdaraðilar ráðherrans og óformlegir staðgenglar hans. 

Og þetta kjaftæði Kjartans um takmarkað umboð er alveg hlægilegt. Þetta er ríkisstjórn með fullt umboð sem hefur bara nú þegar sett kjördag og þannig ákveðið líftíma sinn á þennan hátt, annars er hún ekkert með takmarkaðara umboð  en hver önnur stjórn.

Þetta krot hans Kjartans er ekkert annað en minnismiði um hvernig hlutirnir voru gerðir í gömlu góðu daganna þegar hann var framkvæmdarstjóri og í bankaráði Landsbankans með slaufuna vel bundna og Davíð var aðal í Forsætisráðherrastólnum. 

Þetta er úrelt og skammarlegir hættir sem mega aldrei tíðkast aftur.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæ bæ! allt að gerast á Íslandi!

Jæja, þá er allavega eitthvað allavega að byrja að gerast. LÍN stjórnin fokin, þessi blessaði náungi að fjúka (hefði betur sagt af sér með virðinguna ennþá óskemmda) eftir að hafa verið að væla í dagblöðum um sakleysi sitt óháð því að hann hefði betur losað sig við þessa hluti strax og hann eignaðist þá.

Og svo í dag rennur út umhugsunarfrestur Dabba Kóngs í Seðló.

Finnst alveg ótrúlegt að þessir menn í fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og þessi ráðuneytisstjórar skuli  virkilega verja sig með því að þeir hafi engin lög brotið og geti því ekki verið sakaðir um neitt. Hvernig þróaðist íslensk pólitík út í það að verða þessi siðferðislausa stétt sem telur sig eiga rétt á háum launum vegna mikillar ábyrgðar en neitar svo að kannast við ábyrgð þegar illa fer og segist ekkert hafa gert lagalega rangt þó siðferðislega gæti það hafa verið vafasamt en að það skipti engu máli því lög eru lög. Og að þeir eigi einhvert sérstakt tilkall til valda og forréttinda vegna þess að þeir tilheyra ákveðnum flokki eða hópi fólks... Að þeir séu betri en við hin...

Er verið að ala á siðblindu meðal pólitíkusa hér á landi? Er þetta eitthvað genetískt?

Hvar er Kári í deCode eiginlega með dna prófin sín?


mbl.is Baldur í leyfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur hann kært þetta eða?

Finnst þetta hæpinn brottrekstur ef satt er að hann hafi verið látinn fara út af þessu bloggi. Og sérstaklega ef að þetta er nú rétt að bíll forstjórans var endurnýjaður á meðan allt annað er í niðurskurði...

Vá að vera rekinn fyrir að vera hreinskilinn og fyrir það að minnast á eitthvað svona mál án þess að nefna nafn né vinnustað. Ótrúlega viðkvæmur forstjóri eitthvað....


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er ríkið að fjármagna stjórnmálaflokka?

Ég sé enga rökrétta eða lýðræðislega ástæðu fyrir því að stjórnmálaflokkar eigi að vera fá fjármuni úr ríkissjóði. Til hvers í ósköpunum erum við að niðurgreiða einhverjar uppeldisstofnanir fyrir pólitíkusa sem virðast hugsa um sjálfa sig og vini sína ásamt heittelskuðum flokknum fyrst og fremst?

Ég er ekki frá því að þessi ríkisstyrkur geti einnig verið ósanngjarn gagnvart nýjum framboðum. Og þar sem að oft er vitnað í auglýsingar og að þessi styrkur sé vegna kostnað við þær. Þá vil ég spyrja af fyllstu alvöru, hvaða fábjáni kýs eftir auglýsingu flokks? Hvaða fólk er svo hrikalega einfalt eða metur atkvæði sitt svo lítið að það kýs flokk eftir bestu auglýsingunni? 

Að mínu mati má bæta einu núlli á bakvið þessa tölu Kristins H. og þá verð ég ánægður. Það á ekki að líðast lengur að flokkar og fylgifiskar pólitíkusa geti lifað af ríkinu á þennan hátt.


mbl.is Vill lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndar voru það 18 milljarðar dala...

Það er alveg ótrúlegt að þessir náungar skuli, eftir að allt sé að fara til fjandans, borga sér bónusa. Sérstaklega þeir sem eru í forsvari fyrirtækja sem eru nánast gjaldþrota og kannski búin að segja upp þúsundum manns. Og það er verulega lágt farið þegar fyrirtæki sem eru á ríkisstyrk eða að fara að verða keypt upp gera þetta eins og Merryl Lynch sem flýtti því að gefa út bónusinn í desember í stað hinnar hefðbundnu janúar dagsetningar. Ástæðan? jú Bank of America var að taka Merryl Lynch yfir vegna þess að Merryl Lynch var á barmi gjaldþrots. Og líklega hefði Bank of America ekki séð ástæðu til að gefa eins háan bónus til stjórnenda sem báru ábyrgð á hruninu, auk þess að BoA greiðir lægri bónusa almennt.

En já ímyndið ykkur firruna á Wall Street, að borga í heildina 18 milljarða dollara í bónus fyrir árið 2008. Líklega eitt versta ár í sögu bankastarfsemi og fjármálalífs í sögunni. Ef maður fær greitt svona þegar hlutirnir ganga illa.....til hvers að vera hafa fyrir því að láta þá ganga vel?


mbl.is Vilja halda í fríðindin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing er nákvæmlega?

Nú er ég bara krakka asni sem varla man eftir síðustu vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar 1988 held ég, og hef alist upp við bláu höndina sem stjórnvaldið og þekki lítið annað. Ég veit hvað stjórnlagaþing er en mín spurning er um praktísk mál. Hvernig fer stjórnlagaþing fram?

Hverjir mega bjóða sig fram til þess, er það bara á færi stjórnmálaflokka? Eða mega einstaklingar sækjast eftir því? Hvað situr það lengi? Hvernig fer það fram? Svoleiðis spurningar eru að brenna á mér... Er nefnilega ekki að fara að hafa mikla trú á svoleiðis gjörningi sem inniheldur mikið að flokksapparötum sem þurfa að passa upp á sína hluti á kostnað lýðræðis og almennings...

Veit einhver eitthvað um þetta? Hefur áður verið haldið stjórnlagaþing hér á landi?


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er merkilega óvænt...

Og það á frekar ánægjulegan hátt, nú er ég ekki alveg inni í málsatvikum nema það sem kemur fram í dómnum og mér sýnist dómurinn vera að benda fólki á að það verði að gera upp skoðun sína sjálft og að bloggheimurinn er gagnvirkur miðill þar sem fólk geti svarað fyrir sig ólíkt prent, útvarps- og sjónvarpsmiðlum þar sem fólk hefur ekki eins greiðari aðgang að því að svara fyrir sig.

Og þetta er áhugavert líka vegna þess að dómurinn minnist á það að Gaukur hafi dregið þessar ályktanir sínar af skrifum og greinum Ómars, sem virðist þá segja bloggurum það að þeir geti ekki kært ummæli sem þeir telji meiðyrði ef að öll rök eru fyrir því að þau gætu verið sönn.

Merkilegt...


mbl.is Sýknaður af ummælum í bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já....VÁ

Shocking

Þetta var óvænt...


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ætlum við að gleypa við þessu?

Þetta er enn eitt dæmið um það að þetta fólk hefur ekkert álit á almenningi. Krafan er ríkisstjórnin frá og kosningar strax! En þá er brugðið á það ráð að reyna að kaupa tíma til þess að láta allt blása yfir.

Það þarf enginn að segja mér hver niðurstaðan verður, Flokkurinn vill halda völdum til þess þarf hann að kaupa tíma. Ég get lofað ykkur að þegar búið verður að tilkynna um þessa frestun verður ekki minnst einu orði á kosningar. Vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja ekki kosningar. Þeir halda að þeir geti mögulega róað fólk svona. Og svo þegar kemur að því að boða til kosninga þá verður ástandið aftur orðið svo "viðkvæmt" eða rólegt og fólk aftur komið í þrælsandann.

Það er verið að reyna að fara með okkur eins og fífl. Ég vil kosningar eftir 45 daga frá deginum í DAG. Ekki frá einhverjum tímapunkti sem hentar stjórnmálaflokkunum sem nógu mikinn skaða hafa valdið nú þegar með hagsmunapoti sér í hag en þjóðinni í óhag. Þetta er ekkert nema tilraun til þess að hrifsa lýðræðið sem fólk er að uppgötva nú í fyrsta skipti fyrir alvöru frá því áður en það venst því.

Burt með ríkisstjórnina og kosningar strax.


mbl.is Miðstjórnarfundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband