Færsluflokkur: Bloggar

Mörður Árna hjá Sjálfstæðisflokki?

Hélt að ég væri að verða klikkaður þegar ég las þessa grein, að einhver sjálfstæðisgutti hefði verið að grobba sig af því að sjálfstæðismenn væru á 4. stigi málþófs og að félagar hans hefðu mótmælt því.

Las svo nafn þingmannsins aftur og sá þá að þetta var bara klúður hjá mbl.is, Mörður Árna verður seint kallaður sjalli. 

Mér finnst það merkilegt að Sjálfstæðismenn kalla eftir einhverju fyrir heimilin og fyrirtæki en halda svo áfram statt og stöðugt að gjamma og tala út í eitt á þinginu, tefjandi fyrir að mál séu afgreidd og að hægt sé að fara í þau næstu. Ef það hefði einhvern tímann verið rétt fyrir stjórnmálaflokk að sitja út í horni og halda kjafti þá er það núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hraktist í stjórnarandstöðu eftir hvellinn mikla eftir 18 ára valdatíð. 

Persónulega vil ég að þeir fái hörmulega útreið í kosningunum núna og að frumvarpið um stjórnlagaþing verði samþykkt svo að hægt verði að koma að kerfi sem annað hvort heftir þetta flokksræði okkar mikið eða kannski bara þurrkar það út. Það er alveg tími til kominn að gera töluvert róttækari breytingar en þessir flokkar verða nokkurn tímann til að gera ótilneyddir.


mbl.is Fjórða stigs málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fær hann þessa tölu út?

Ekki alveg viss hvaða reikningskúnstir Geir H. Haarde er með til að fá þessa tölu út, einn milljarður?

 En jæja, það er sagt að laun þessara 41 einstaklinga verði jöfn þingfararkaupi sem er í dag 520.000 kr.

Talað hefur verið um að Stjórnlagaþing muni vinna í ca. 12-18 mánuði,  sem gefur okkur það að :

12 x 520.000 = 6.240.000 kr.

og það er fyrir skatta... Og því eru þetta fyrir 41 manns launakostnaður í  eitt ár upp á heilar :

41 x 6.240.000 =  255.840.000 kr.

Og ef við gerum ráð fyrir því að þetta þing lengist og starfi í 2 ár :

2 x 255.840.000 =  511.680.000 kr.

Og þetta er stærsti kostnaðarliður í öllum verkefnum sem þessum, launakostnaður. Segjum svo kannski að pappírsvinna, leiga húnæðis og aðkeypt þjónusta ásamt ráðgjöf sé dálítil rífleg upp á einar 150.000.000 kr. sem er svipað og hjá umboðsmanni Alþingis og Hæstarétti. 

511.680.000 + 150.000.000 = 661.680.000 kr.

Og þetta er allt saman ennþá vel undir einum milljarði.... Hvernig Geir fær þetta út hjá sér er frekar óskiljanlegt. Ekki nema að hann sjái fyrir sér einhverja voðalega undirnefndir með fólki utan úr bæ og her aðstoðarmanna, ritara og fleira?

Svo er líka spurningin, hvað má fyrsta alíslenska stjórnarskráin kosta? Hvað má lýðræðið kosta? Eigum við að hætta við að endurskoða kerfi sem er búið að bregðast okkur vegna þess að það er svo kostnaðarsamt.

Ég bara verð að viðurkenna að ég hvorki næ röksemdarfærslum Geirs H. Haarde né stærðfræðinni hans sko...Woundering


mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha? Ekki flokknum að kenna og ekki heldur neinum ákveðnum aðilum?!?

Ég er ekki alveg viss með það hvort að þessi nefnd hafi lesið þetta sem hún skrifaði áður en það var birt. Annars vegar þá segja þessir ágætu menn að þetta sé ekki stefna flokksins sem klúðrar þessu heldur fólkið í þeim stöðum sem flokkurinn hafði. Það væru þá Ráðherrar, Seðlabankastjóri og fleiri... En svo kemur þessi jólasveinn Sigurður Örn Ágústsson og segir að samt sé ekki verið að kenna þessum mönnum um hrunið?

Eh var þetta þá sameiginleg ákvörðun stofnanna sjálfra án þess að mannshöndin kæmi nærri? Það er væntanlega hægt að kenna þessum mörgu sem gerðu mistök er það ekki? Þó að þeir séu margir er alveg hægt að draga þá sem ábyrgð báru á þessum stofnunum endanlega til saka og sektar ekki satt? Er það ekki alltaf réttlætingin fyrir laununum þeirra? ábyrgðin sem þeir bera og ákvarðanirnar sem þeir þurfa að taka?

 

Held að Sjálfstæðisflokkurinn sé að reyna að fá alla kökuna, bæði þykjast þeir vera að verja stefnu sína, taka ábyrgð og um leið að vernda einstaka flokksmenn. Það gerðu menn mistök segja þeir, þegar þeir fylgdu stefnu flokksins sem er ókey og ekkert að og ekkert er hægt að sakast við þessa menn...

Ekki alveg að fúnkera í mínum eyrum og samkvæmt almennri skynsemi...


mbl.is „Heiðarlegt uppgjör“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig að Davíð og Geir áttu að fara frá?

Ok, vægast sagt áhugaverð tímasetning með þessa skýrslu, Geir er að hætta og ljóst að ólíklegt að Davíð fari að bjóða sig fram í þessum kosningum nú þegar hann er horfinn úr Seðlabankanum.

Þessi skýrsla er svolítið eins og hún sé hönnuð til að sætta sig við orðinn hlut og kasta mönnum sem hvort eð er eru hættir eða að hætta. Vissulega er hún nokkuð nákvæm um að menn hafi brugðist en gleymir því að stefna floksins síðustu 20 ár var samin af þessum sömu mönnum  sem brugðust. Hvernig stefnan lifir af mistök og afglöp skapara sinna skil ég nú ekki alveg. 

Og annað er að þessi skýrsla er ekki í samræmi við fullyrðingar og staðhæfingar þingmanna og embættismanna úr Sjálfstæðisflokknum sem hafa varið gjörðir sínar og sagt þær í fullu samræmi við stefnuna. Davíð átti skv. mönnum að hafa verið óskeikull og heilagur í SÍ, það er annað en þessi skýrsla gefur í skyn...

Virkar og lyktar afar mikið eins og að þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn að fjarlægjast fyrrum stjórnendur sína í kosninga pólitík, hvort alvara sé með þessari skýrslu og nöfn  þeirra manna sem brugðust flokknum verði nefnd í henni, er það sem skiptir mál. Ef einstaklingar verða tilgreindir er möguleiki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná samúð sinna kjósenda. Annars þá sitja margir eflaust heima þann 15. apríl...


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eruð þið ekki að grínast?

Æi, þarf ég að segja eitthvað meira?

Þessi maður á ekki eftir að hafa hagsmuni almennings í landinu efst á sínum lista er ég mest hræddur um. Í það minnsta hefur hann bakgrunn sem bendir til þess eins og flestir manna úr viðskiptum...


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skásta málamiðlunin

Þetta var líklega skásta málamiðlunin sem Steingrímur gat gert. Enda frekar erfitt að fá svona lolla í fangið frá forvera sínum. Ég er ennþá á því að þetta hafi verið eitt mesta níðingsverk sem Einar K. hefur nokkurn tímann gert. Maðurinn er alveg ruglaður að taka ákvörðun um svona umdeilt og erfitt mál eftir að ljóst er að hann er að fara úr ráðherrastóli.

Ég er ekkert andvígur hvalveiðum sem svo, ef að þær ganga ekki um of á stofninn og að hægt sé að selja helvítis afurðirnar sem mér skilst að sé vafasamt. Þetta er minnkandi markaður þar sem að einungis eldri kynslóðir í Japan vilja víst borða þetta. Yngra fólk lítur á þetta sem verið sé að éta heimilishundinn eða gæludýr. Sem er fullkomlega eðlilegt miðað við heimsálitið síðustu 20 ár. 

Og það er það sem ég held að sé miklu mikilvægara heldur en nokkrar milljónir eða skemmtun takmarkaðs hóps við að skjóta hvali og gera þannig eitthvað sem heimurinn bannar (einhver uppreisnarhneigð sem er voðalega barnaleg). Heimsálitið er svolítið sem við hér á landi erum að selja alveg rosalega mikið út á. Útflutningur, ferðamennska og fleira byggir á þessari ímynd okkar sem voðalega vistvænt land. Það að við séu að slátra hvölum í trássi við heimsálitið varðandi slíkar veiðar er dálítið að skemma þá ímynd. 

Það sem ég held að margir Íslendingar séu ekki að ná er það að við erum MJÖG praktísk þjóð. Við sóum ekki eins miklu á svona hátt eins og aðrar þjóðir, þ.e.a.s. við nýtum allt sem við getum til að lifa betur. Enda harðbyggt land og erfiðir tímar okkur ekki ókunnugir. Hins vegar eru mörg önnur lönd í heiminum sem ráða mun meiru en við sem hafa allt aðra heimssýn og lífssýn. Prófið að tala við Bandaríkjamenn eða Þjóðverja. Þar eru umhverfisáhrif þeirra sjálfra persónulega mörgum efst í huga. Hversu margir Íslendingar hugsa um mengun þegar þeir kaupa sér nýjan bíl? Er ekki oftast eigin efnahagur efst í huga? Só what að bíllinn mengi aðeins meir en Hybrid bíllinn sem kostar milljón meira. Þetta er okkar hugsunarháttur, praktík og efnahagur. 

Og ég held að fólk sé bara ekki að átta sig á því sökum þessa hugsunarhátts hversu mikið þetta getur skaðað tengsl og samskipti okkar við aðrar þjóðir. Sérstaklega núna þegar við höfum ekkert sérstaklega gott orð á okkur.


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi hjá Geir H. Haarde

Mér sýnist það standa þarna svart á hvítu að AGS hafi engan vilja fyrir því að dragast inn í pólitískar deilur og því verði að vera trúnaður á þessum ummælum. Þannig að mér sýnist sem svo að Geir og Sjallarnir hafi verið að eltast við drauga. En það kemur mér svolítið á óvart að Geir virðist halda að það hafi enginn trúnaður átt að hvíla á þessu þar sem að mig rámar sterklega í það að hann hefði haldið því fram að einmitt hið gagnstæða ríkti alltaf hjá AGS þegar hann var forsætisráðherra. Þannig að það er áhugavert hversu fljótur hann er að gleyma því ef að það var á annaðborð rétt hjá honum.

Annars er þessi stjórnarandstaða ennþá að læra á það að vera ekki við borðið og að fá að vita allt strax og fá að skipta sér af öllu. Ætli þingmenn sjálfstæðisflokksins séu að átta sig á því hversu steingelt stjórnarandstaðan hefur orðið síðustu 2 áratugi þökk sé í engum litlum mæli valdatíð þeirra sjálfra. 


mbl.is Davíð og dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugludallur

Daniel Hannan, hvern fer fólk að hlusta á næst? Kannski verður Sjálfstæðisflokkurinn kosinn með hreinan meirihluta á Alþingi í vor? Og svín munu fljúga?

 Lesið ykkur til um herra Hannan áður en þið takið í hugmyndir hans. Maðurinn hefur komið fram með ýmsar misgáfulegar hugmyndir og látið í ljós skoðanir sem eru ekki mjög nálægt raunveruleikanum eða studdar með nokkrum rökum. Hann er öfgamaður og allt sem því fylgir.


mbl.is Ísland ætti að taka upp breska pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan var þá...ákvarðanafælni?

Það skyldi þó ekki vera að ég hafi allt síðasta ár hamrað á valkvíða og ákvarðanafælni ákveðins Forsætisráðherra? Hvernig allar aðgerðir þurftu að fara fyrst í gegnum flokkinn áður en Geir mátti gera nokkuð?

Það skal þá standa að aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokksins knésetti þjóðina langt umfram það sem hefði verið ef að þarna hefði verið raunsætt fólk og praktískt. Og ef að Geir hefði haft kjarkinn til þess að standa upp í krullunum á Davíð og félögum og taka af skarið með hlutina. 

Þvílík örlög hlýtur þessi þjóð, að vera faktískt svipt fjárræði sínu og hluta sjálfstæði sínu þar af leiði af flokki sem kallar sig "Sjálfstæðisflokk".

Þvílík kaldhæðni.


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það myndi væntanlega líka sjá á bílnum ef að hann hefði bakkað á hann.

Miðað við fyrri atvik þar sem Ólafi hefur lent saman við mótmælendur þá hikar maður svolítið við það að trúa honum án frekari sannana. Eins þá veit maður ekkert um þennan mótmælanda þannig að þetta er bara orð gegn orði. Best væri ef fyndust vitni að þessu atviki.

En ég vildi bara benda á það að ef að menn bakka á fólk þá getur vel séð á bílum eftir það, kannast við það persónulega. Sá einu sinni bifðreið er hafði bakkað á vin minn á bílastæði á frekar lágum hraða. Stór sá á bílnum á meðan vinur minn meiddist frekar lítið. Held að þetta séu hin svokölluðu krumpusvæði sem eiga að bjarga fólki í svona atvikum.


mbl.is „Hann gefur í og bakkar á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband