Færsluflokkur: Bloggar

Hvað þurfa margir af þessum 1000 á þessu að halda?

Það er eitthvað sem verður að koma í ljós með tímanum. Það er nefnilega ekki öruggt að allir sem sækja um þurfi né geti notfært sér þessa aðferð. En ég er persónulega þeirrar skoðunar að 100 - 200 hafi verið alltof lág tala samt sem áður.

Ég held að það sé ekki alveg að sökkva inn hjá stjórnmálamönnum hversu útbreidd áhrif af hruninu eru hérlendis. Það er fyrst núna í apríl sem að maður er farinn að finna fyrir svartsýninni og vonleysinu. Þeir sem fyrst misstu vinnuna eru búnir að vera atvinnulausir í nokkra mánuði eftir að uppsagnafresturinn kláraðist og ekkert ljós í atvinnuleysis myrkrinu er sjáanlegt. Á meðan sitja þessir pólitíkusar og rýna í tölur og syngja og væla um vinnuleiðir og hvort að meirihluti á þingi eigi að ráða eða ekki. Sýnir það kannski ekki hversu ónæmir Alþingismenn eru orðnir á vanda almennings.

Finnst að það ætti að tengja tekjur þessarar aðalsstéttar okkar við það ástand sem ríkir í landinu. Þau myndu kannski þurfa að versla í Bónus og fleiri stöðum þar sem að það væri óumflýjanlegt að rekast á það fólk sem hve verst hefur það. A.m.k þarf þetta pakk á þingi að fara að rífa hausinn úr rassinum á sér og fara að horfa á ástandið frá sjónarhóli okkar en ekki ofan af fílabeinsturninum.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Telst þetta til tíðinda?

Nafnið eitt og sér, þar sem vísað er í útlendinga en ekki innflytjendur eða álíka bendir til þess að ekki sé hugsað til annars en að stofnun þessi meðhöndli útlendinga sem staddir eru hér á landi tímabundið. Ekki að hún sjái um innflytjendur sem vilja búa hér.

Svo er það náttúrulega sá stofnanna fordómur sem lifir í reglum, reglugerðum og lögum þessarar stofnunar. Hún sér um að halda sem flestum útlendingum úti, ekki að vinna í að hleypa fólki inn eftir getu okkar til þess að taka við þeim.

Kannast reyndar svolítið til starfa þessarar stofnunnar og get alveg sagt það að hver einasta heimild til að láta innflytjendur eða hælisleitendur bíða, hún er nýtt. 90 daga leyfður vinnslutími? færð svar eftir 90 daga þó svo að vinnslan taki bara 30 daga.

Þannig að viðhorf þessarar stofnunnar er frekar sérstakt þó svo að fólkið sem vinnur þarna sé flest ósköp eðlilegt.

Stofnanna rasismi hefur verið vandamál í gegnum tíðinna sérstaklega vegna þess að oftar en ekki er hann orðinn bundinn í reglur og lög stofnuninnar og vinnureglur innan hennar. Einnig getur svona mismunun farið að breiðast út almennt meðal starfsfólks í vinnuaðferðum. Fólk tekur ekki endilega eftir því en það fer að meðhöndla mál eftir ákveðnum steríótýpum sem það hefur. Sérstaklega þegar það sér ekki manneskjur heldur pappír. Pappír sem á bakvið er manneskja sem jafnvel er ekkert svo ólík þeim sjálfum í hugsun og hegðun.

Ég held að það væri alveg ágætt ef að það yrði skoðað með reglur og aðferðir þær sem notast er við innan Útlendingastofnunnar ásamt því að skoða kannski líka niðurstöður þeirrar vinnu sem unnin er og hvort fólki sé hafnað mismunandi eftir kynþætti eða þjóðerni.

Hvað varðar fasíska vinnuhætti? Það er ekki bara vandamál hjá útlendingastofnun heldur öllu kerfinu, sérstaklega eftir þá vinnhætti sem stundaðir voru af ríkisstjórninni síðustu 18 ár.


mbl.is Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra ráð

Ég held að það hefði verið betra ráð fyrir stúlkuna og meiri vernd í því að fá sér alvöru byssu. Hefði getað verið hægt að fela hana í veskinu...
mbl.is Rihanna fékk flúraða byssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þá siðlaust Villi minn?

Merkilegt að þessi maður sjái ekki það að á meðan starfsfólk fyrirtækis frestar réttmætum og umsömdum launahækkunum sínum til að tryggja að fyrirtækið sem það vinnur hjá og atvinnulífið sem heild haldi áfram að starfa. Þá séu eigendur sömu fyrirtækja að taka að sér í arðgreiðslur upphæðir sem gætu auðveldlega staðið undir þessari launahækkun nokkrum sinnum hjá umræddu fyrirtæki.

Hvað ætli sé siðlaust í hans hugarheimi? Að þurfa að borga skatta? eða að fólk sé ekki tilbúið að vinna fyrir lægri laun?

Merkilegur trúður hér á ferð...


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi og getuleysi

Það er alveg merkilegt siðlaust athæfi að semja um að sleppa í bili við að hækka laun starfsmanna sinna vegna bágrar stöðu fyrirtækja í landinu en svo að greiða út hundruði milljóna í arð!?!?

Ég sé nú ekki alveg rökin eða möguleikann á því að greiða arð ef að ekki er rekstragrundvöllur til þess að hækka laun starfsmanna um einnar stafs prósentutölu. Það getur ekki þótt gáfulegt að ef svo slæmt árar að borga út stórfé til eigenda ef ekki er víst um að hagnaður verði af árinu. Og ef að það er hægt þá hlýtur að vera hægt að hækka laun fólks. Þetta er ekkert nema siðleysi og græðgi eigenda fyrirtækisins.

Og það sem mér finnst vera ennþá verra er það getuleysi og viljaleysi hjá ASÍ og verkalýðsfélögum að berja einfaldlega í borðið og segja að þetta sé einfaldlega nægilegt til að þau hætti við það samkomulag sem gert var. Í þessu máli átti að henda fram af öllum þunga þeim skilning að ekki verður sætt sig við það að eitt einasta fyrirtæki komist upp með það að hegða sér svona. Það á að halda exinni algjörlega yfir fyrirtækjum og eigendum þeirra, því að í þessu árferði þá virkar það ekki að sumir séu að róa meira en aðrir. Það verða allir að leggjast á árarnar og taka í af sama afli. Annars gengur þetta ekki.

ASÍ átti í þetta skipti að koma froðufellandi af reiði á fund Atvinnurekenda og segja að þetta gengi ekki, ef að arðgreiðslur án launahækkunnar hjá einstaka fyrirtækjum ættu sér stað þá gætum við allt eins hætt við allt þetta samkomulag. Þvílíkir veiklingar eru þessir verkalýðsforingjar núorðið, maður man eftir mönnum eins og Jakanum í fréttum þegar maður var yngri. Þessa gaura vantar núna.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá, kosningaloforð....til fyrirtækjanna sérstaklega

Ég var að skoða þessa hugmynd Tryggva Þórs og það sem hvað helst sker hana frá öðrum tillögum um niðurskurð skulda er það að hann tekur fyrirtæki inn í þennan hóp. Mér finnst það vera afar vafasamt að gera það þar sem að mörg fyrirtæki eiga ekki í yfirvofandi og neitt sérstaklega aðsteðjandi vanda. Þau hafa mörg hver dregið saman seglin og sagt upp fólki. En þau gætu vel gengið endalaust í núverandi mynd bara töluvert minni og ekki alveg eins mikill hagnaður af þeim og jafn mikið að gera. Tryggvi vill gefa þessum hóp og væntanlega þeim sem þessi fyrirtæki eiga, örlitla arðgreiðslu sýnist mér með þessu.

Heimilin, sem u.þ.b. 50% þeirra sem eru hér á landi eiga á hættu að lenda í eða eru nú þegar í alvarlegum vandræðum, eiga ekki jafn auðvelt með að draga saman seglin og geta ekki sagt upp fólki skiljanlega. Hjá þeim er ekki eins auðvelt að bera kennsl á og draga úr eða eyða óþarfa útgjöldum hvað þá að losa sig við erfiða kostnaðarliði. Húsnæðislán hækka, afborganir á öðrum gjöldum hafa hækkað, matar- og nauðsynjaverð hefur hækkað á meðan innkoma í formi launa hefur staðið í stað eða lækkað vegna einhverra ástæðna s.s. uppsagnar, minni vinnu, o.s.frv.

Ég persónulega er þess sannfærður að það verður að koma til einhverskonar skuldaniðurskurðar til þess að meirihluti þeirra sem eiga á hættu núna í dag fari ekki alla leið í gjaldþrot. Ef að svo langt verður gengið að leyfa það fall, að tveggja tölu prósentutala heimila og einstaklinga fari í þrot hérlendis á einu ári þá verður þessi kreppa með mun langvarandi áhrif heldur en hægt er að sætta sig við. Við munum þá búa við langvarandi ástand þar sem stórt hlutfall fólks hérlendis mun teljast til fátæktar og alls sem því fylgir og mun ekki geta unnið sig upp úr þeim dal þar sem að "ástandið" eins og það er í dag varir eitthvað áfram og aðeins of lengi.

Hvort vill fólk að við hendum einhverjum skuldum sameiginlega á herðar ríkis, fyrirtækja, banka og annarra skattgreiðenda eða skapa hér á landi einhverskonar undirmálsstétt sem verður svo sýnileg að ekki verður lengur hægt að leika þann leik að þykjast að á Íslandi sé engin fátækt?

Ég bara spyr?


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver? hva? ha?

Jah hérna, bara nokkrir um hituna í þetta skipti hjá Sjöllunum?

 Er ekki hefð fyrir því að það sé rússnesk kosning á landsþingum eftir baktjaldamakk og samninga hjá þessum flokki? Svona álíka eins og Björn Bjarna var að saka  ríkisstjórnina um með stjórnlagaþingið.

Það er merkilegt hvað sjálfstæðismenn virðast engann veginn  geta lesið ástandið og álit almennings akkúrat núna. Það er bara reynt að halda áfram með allt eins og venjulega hjá þeim. Fólk vill stjórnlagaþingið, ég hef ekki talað við einn einasta mann sem finnst þetta ekki góð hugmynd.

Svo er Geir Haarde sérstaklega farinn að ýkja þegar hann er búinn að hækka kostnaðinn við stjórnlagaþing úr 1 milljarði í 1.5 milljarð. Maðurinn er hagfræðingur en virðist vera merkilega óglöggur á kostnað. Laun 41 manns á þingfararkaupi er töluvert undir milljarði hvað þá ef að við erum að borga þeim í tvö ár, þá komust við yfir hálfa milljarðinn. Vissulega er auka kostnaður en hann nær aldrei þori ég að fullyrða að koma kostnaðinum í milljarð hvað þá í 1.5 milljarð...

En já, hver er þessi Loftur?!?!?


mbl.is Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar einhver að leiðrétta þennan misskilning Geirs?

Geir gagnrýndi sérstaklega ákvæði um stjórnlagaþing í frumvarpinu og sagði, að það kæmi ekki til mála,  að Alþingi gefi frá sér sitt mikilvægasta hlutverk, það að vera stjórnarskrárgjafi, hvað þá að Alþingi taki að sér hið auma hlutverk að vera umsagnaraðili fyrir stjórnlagaþing.

Hann sagði ræða mætti hvort finna mætti flöt á að einhverskonar ráðgefandi stjórnlagaþingi en útfærslan í frumvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, komi ekki til mála.

„Þá liggur það fyrir, að það kemur ekki til mála að þjóðin sjálf hafi beina aðkomu að stjórnlagaþingi og fjalli þar um mál sem þingið hefur oft á tíðum ekki getað fjallað um, eins og kjördæmaskipan og kosningalög," sagði Jóhanna.

 

Heldur Geir H. Haarde virkilega að það sé eitthvað sérstakt hlutverk Alþingis að semja og setja stjórnarskrá hér á landi? Íslenska stjórnarskráin var á sínum tíma íslenskuð af einhverjum lögfróðum mönnum frá þeirri dönsku sem hér var og lögð fyrir Alþingi 1944 sem þingsályktunartillaga og svo bundin sem lög. Alþingi gerði ekkert nema að samþykkja. Og þetta er svipað hér. Það er verið að setja saman stjórnlaga þing til að semja stjórnarskrá sem svo verður samþykkt af Alþingi eða vísað til almennra kosninga. 

Geir virðist ekkert skilja né nokkurn tímann hafa skilið að fólk er orðið langþreytt eftir einmitt breytingum í þessa átt. Fólk er hætt að sætta sig við það aðeinhver elíta á Alþingi hafi vit fyrir því endalaust. Og í fullri hreinskilni þá treystir fólk ekki honum og hans líkum til þess að semja svona plagg. Enda er Alþingi ávallt undir stjórnarskránni í goggunarröðinni. Ef að valið er á milli að fylgja stjórnarskránni eða vilja Alþingis þá kemur bara eitt til greina og það er ekki að fylgja vilja Alþingis.

Það er eins og maðurinn sé skíthræddur við að stjórnarskránni sé breytt án aðkomu hans og hans félaga í Sjálfstæðisflokknum. Mér sýnist nú sem svo að flestir flokkarnir séu sammála um að svona víðtæk endurskoðun stjórnarskránnar gengi aldrei upp í pólitísku umhverfi. Og svo er það bara grundvallar heimska að ætla sér að láta stjórnmálamenn af öllum ætla að endurskoða þær leikreglur sem þeir þurfa svo að fara eftir og virða. Þetta er álíka eins og að gefa lögreglunni heimildir til þess að breyta lögum um sig að vild. Hvað haldiði að það tæki langan tíma fyrir það að fara í óefni?

Nei Geir minn, þetta mál er eitthvað sem þú og Alþingismenn verðið að sætta ykkur við að fólkið í landinu vill að það geri sjálft. Að semja það plagg sem það getur verið sátt við að farið sé eftir og að Alþingi verði að fylgja. Því að þetta plagg er ætlað til þess að setja Alþingi og ríkisvaldinu skorður í því hvernig þau nálgast það að stjórna fyrir hönd fólksins og hvað þau mega gera og mega alls ekki gera. Held að Alþingi og ríkið myndu alveg geta hugsað sér að rýmka heimildir sínar... og getiði á kostnað hverja það yrði gert?


mbl.is Pukrast með breytingar á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega heimskulegt fyrirkomulag.

Þetta fyrirkomulag sem er á tryggingakerfinu er hreint út sagt fáránlegt. Þarna er verið að taka af bótum sem barnið á rétt á vegna þess að hann á rétt á því að fá mánaðarlegar greiðslur frá almannatryggingum. Og svo er allur ágóði sem að kemur til vegna vaxta á upphæðinni dreginn af í viðbót, þannig að barnið þarf að eyða þessum peningum sem fyrst ef að hann ætlar að fá fullar bætur úr lífeyrissjóði...

Þetta er ekkert nema fáránleg tilraun til þess að láta ríkið niðurgreiða tryggingarfélöginn.... Hvernig hægt er að fá OF miklar bætur fyrir alvarlegt slys er mér reyndar einnig framandi hugmynd. Þessi drengur til að mynda á ekki eftir að ganga aftur, og ég fæ ekki séð að slíkt sé hægt að bæta á nokkurn hátt. Hann hefur takmörkuð atvinnutækifæri sökum lömunar og þarf líklega að lifa á örorku og lífeyri sem er svo dregið af miskunarlaust ef hann svo sem eignast pening fyrir það eitt að lyfta litla fingri. 

Man nú bara eftir einum manni sem bjó rétt hjá ömmu minni, hann lækkaði svo í bótum þegar hann fór út að vinna 2 daga í viku bara til að halda sönsum (var 75% öryrki eftir slys) að hann varð að hætta að vinna eða ella hafa það lítinn pening á milli handanna að hann gat varla séð fyrir sér.

Þetta kerfi er svo ónýtt og gegnsýrt af hagsmunagæslu ríkisins og tryggingarfélaganna, andstætt því að passa upp á rétt sjúklinganna, sem augljóslega eru ekki í aðstöðu til að leita til rándýrra lögmanna í hvert skipti sem ágreiningarefni kemur upp... skammarlegt...


mbl.is Börnin fá smánarbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggileg gagnrýni

Einmitt það sem þarf núna held ég. Að fá erlenda sérfræðinga hingað til lands og leyfa þeim að benda opinberlega á þá vankanta sem á þessu bankahrunsmáli öllu saman eru. Auðvitað er það brandari að Sérstakur saksóknari sé bara með 4 aðila sér til aðstoðar og sérstaklega það að þessir 4 aðilar ásamt saksóknarum virðist sitja og bora í nefið á meðan "eitthvað" er í rannsókn eða skoðun hjá FME sem virðist vera orðið að svartholi fyrir upplýsingar úr fjármálalífinu. Og svo er efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans líka aðgerðarlaus og bíður eftir FME að manni skilst.

Hvaða snillingur ákvað þessa verkaskiptingu og þetta fyrirkomulag þar sem FME leggur mat á glæpsamlegt athæfi eða bara sektar sjálft? Ætti ekki að skipta með þeim verkum og skiptast á málum eftir þörfum? Og hvað með efnahagsbrotadeildina? Skilst að Sérstaki hafi rænt yfirmanni hennar til sín og þar með víst slatta af þeirri reynslu sem þar var. 

Málið er að þetta er ótrúlega flókið skipulag sem hlýtur að vera hægt að einfalda, láta aðgerðalausa efnhagsbrotadeildina og sérstaka sak. fá eitthvað að gera á meðan FME er að virka eins og flöskuháls.

Og þarf ekki að rannsaka þátt FME í hruninu ásamt Seðlabankanum? Ekkert unþegnar grun þessar stofnanir tvær að mínu mati. En já, hvað er að gerast þarna hjá FME? Ekkert að hreyfast eða? Enginn sem getur sagt eitthvað um fjölda mála eða tímaáætlun fyrir fyrsta skammt?

 

Maður er farinn að verða ansi hræddur um að þetta verði eitthvað endaslappt ferli sem fari og sakfelli einhverja blóraböggla eða jafnvel ekki einu sinni það. Verður einhver sóttur til saka á endanum haldið þið? Einhver af bankastjórunum eða bankaráðsmönnunum? Verða einhverjir eigendur bankanna skoðaðir?

Maður er farinn að hallast að því að það sé of langt liðið til þess að rannsóknir geti skilað einhverju bitastæðu af sér. Það er búinn að líða fulllangur tími fyrir þá sem eitthvað hafa að fela til þess að róta slóðinni til og fela það sem þarf að fela.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband