Færsluflokkur: Bloggar
20.4.2009 | 12:34
Og hvað ætli stuðningur Sjálfstæðisflokks kosti?
Miðað við gjaldskránna hjá þeim virðast stórmál og stuðningur við þau hafa kostað 25-30 millur undanfarið, örugglega samt búið að hækka, kreppan og allt það sko.
Getur ekki einhver ESB sinnaður milli bara "styrkt" Sjallana um þessa upphæð? málið dautt!
Þá getur Bíbí farið í helgan stein og byrjað að skrifa hasarmyndarhandrit á bloggið sitt. Die Hard 5 eða eitthvað...
Held að hann ætti a.m.k. að fara hafa hægt um sig og sína alræðishugsun, hugsun sem sjallar virðast hafa alið meðal sín eftir allt, allt of langa stjórnarsetu og að hafa komist upp með of mikinn sora á þeim tíma, án afleiðinga.
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2009 | 02:32
Krafa um að áreiti á kannabisbændur yrði hætt stóð í vegi samnings!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 21:21
Hvað með hérna, hler....upptökurnar hans Davíðs úr Seðló?
Það langar mig að vita. Hvort að þær upptökur sem karlinn sagði að vörpuðu ljósi á ýmislegt og sýndu og sönnuðu hvað, hvernær og hvernig bankahrunið byrjaði og að sjálfsögðu hverjir hefðu átt hlut að máli.
Hvað varð um þessar spólur?
Minnisblöð um samtöl Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 09:03
Lýðræði? eða sérhagsmunaræði?
Ótrúlegt að Jóhanna skuli hafa lúffað fyrir þessum spillingarsinnum úr Sjálfstæðisflokkinum. Ef eitthvað var boðberi aukins áhuga fólks á breytingu hérlendis voru það þessar stjórnarskrárbreytingar. En Sjöllum tókst það sem þeir miðuðu að þó að þeir séu í minnihluta á þinginu, með ruddaskap, hótunum og undirferli þá tókst þeim að hindra framgang lýðræðis hérlendis.
Við fáum að lifa við sama gamla kerfið sem skilaði okkur síðustu árum sem enduðu með þessum gífurlega stæl, efnahagshruni og algjörri óvissu um hvert við stefnum í öllum málum. Þar með talið lýðræðinu.
Það eru að koma núna upp aftur og aftur dæmi um það að siðleysi, óheiðarleiki og græðgi fékk viðgengist hér í valdatíð sjálfstæðismanna, styrkir voru þegnir án þess að pælt væri í siðferði, og sumir styrkir virðast geta tengst fyrirgreiðslu ákveðinna mála miðað við tímasetningar. Þingmenn flokks stíga í pontu og segja að það sé mikilvægt að flokkurinn stjórni auðlind sem öll þjóðin á að eiga, sami flokkur berst svo gegn meintri valdskerðingu sinni og jafnframt að eign þjóðarinnar á auðlindinni sé staðfest inn í stjórnarskrá.
Hvað mynduð þið halda ef að hér væri verið að lýsa stjórnmálaflokki úr erlendu landi? Mynduð þið halda að þar hefði verið eðlilega stjórnað síðustu 18 ár? Að fólkið í landinu væri betur komið með þennan flokk áfram við völd eða ekki?
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 20:27
Já þegar hin höndin heldur á rýtingi...
Slegið á sáttahendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.4.2009 | 02:07
Ekki mútur heldur kaup!
FL Group og Landsbankinn keyptu Sjálfstæðisflokkinn á þessar 60 milljónir. Þetta var ekkert nema sala á flokkinum eða meirihluta í honum.
Það er gott að Þorgerður áttar sig þó á því að þetta er alvarlegt. Enda frekar siðlaust að taka við þessum fjármunum og gera svo ekkert í þessu máli fyrr en það kemst í fjölmiðla nokkrum árum seinna. Hver er tilbúinn að trúa því að svona vinnubrögð séu vinnubrögð heiðarlegs flokks sem hugsi fyrst og fremst um hag almennings?
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 17:30
Má ekki almenningur setja eigin stjórnarskrá?
Skil ekki þessa heimsku Björns Bjarna, að halda að það skuli vera einhver forréttindi Alþingis að setja eigin leikreglur og gera þær að pólitískum bitbeinum og skiptimynd?
Ég hélt að þessir menn tryðu á lýðræðið? Hvað er lýðræðislegra en að fólk kjósi annað venjulegt fólk til þess að semja þær leikreglur sem ætlast er til að yfirvöld og þeir sem kosnir eru í þær stöður fari eftir?
Mér sýnist á öllu að með þessu sé Björn að sýna það að hann trúir á forræðishyggjuna umfram allt, einhverskonar blendings fasisma sem gefur það í skyn að það sé nauðsynlegt að hafa vit fyrir fólki og að stjórnun landsins sem það býr í og á komi því einfaldlega ekkert við umfram það að kjósa "rétt". Þar erum við Björn mjög svo ósammála. Því að ef það er eitthvað sem er meiri þróun í átt til lýðræðis en að færa vald frá stofnunum s.s. Alþingi beint til almennings þá veit ég varla hvað það er.
Stefnir í sigur málþófsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 18:28
Ódýr lausn
Jáhá! Látum gaurinn sem er að hætta taka alla sökina á sig!
Það getur vel verið að þetta sé hans ábyrgð, breytir því ekki að það var samt sem áður nokkuð mikil hræsni að vera búinn að koma þessum lögum í gegn og fá 100-falda upphæðina sem nú er hámarkið. Sérstaklega nokkrum dögum áður en lögin taka gildi.
Sýnir bara það að Sjálfstæðisflokkurinn eða a.m.k. ráðamenn hans, selja sig og stefnu sína hæstbjóðanda. Þetta er viðbjóðslegt athæfi að taka við svona háum styrk og halda svo að fólk taki þennan flokk sem trúanlegan valkost fyrir Kjósendur. Eitthvað hlýtur nú að vera í skiptum fyrir 30 milljónir ekki satt? Spurningin er bara hvað Sjálfstæðisflokkurinn seldi, sálina?
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2009 | 13:29
Ekki benda á mig! sagði...
Sýnist allir vera að leika hlutverk varðstjórans og segjast ekkert vita og hafa verið að æfa kórinn þegar þetta gerðist.
Mér finnst það afar ólíklegt að enginn annar en framkvæmdarstjórinn hafi haft pata eða vitund um þetta mál. Og svo ef að hann kemur fram og segist ekkert vita þá loksins er hringurinn fullkomnaður.
Þetta er án efa byrjað að líta út sem fyrsta risastóra pólitíska hneykslismálið á þessari öld. Það að þarna virðist flokkurinn hafa boðið sig til sölu og það ekki fyrir neinn smápening. Og ekki er það skárra að þetta er örfáum dögum áður en lög sem banna þessar háu upphæðir taka gildi. Kannski löglegt en svo sannarlega ekki siðlegt og alls ekki til þess að auka á trúverðugleika flokksins. Þvert á móti þá gefur þetta það í skyn að þessi flokkur þjóni hagsmunum annarra umfram hagsmuni kjósenda, þ.e.a.s. hæstbjóðanda.
Hafði ekki hugmynd um þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 05:33
Afhverju er þessi frétt falin?
Áhugavert að Mbl.is virðist sjá ástæðu til þess að fela þessa frétt. Hún er ekki á forsíðunni og kemst ekki í listann yfir mest lesnu fréttirnar. Eru menn að þjóna einhverjum hagsmunum með því að láta sem minnst á þessari frétt berast? Er Mogginn og þar með fréttamenns hans orðnir undirsátar flokks sem nú virðist hafa selt blíðu sína hæstbjóðanda? Hver ætli eigi þá hollustu Sjálfstæðisflokksins núna fyrst FL Group er horfið? Ætli það séu þeir sem hvað mest græða á Helguvíkurfrumvarpinu sem Sjálfstæðismenn virðast allir nefna sem áríðandi frumvarp sem ætti að fara fremst í röðina fyrir þingslit?
Sjálfstæðir fjölmiðlar my ass, mbl.is virðist bara vera en eitt málgagn flokksins. Skora á þá að sanna hið gagnstæða, því að þetta er stórfrétt. Þarna er stjórnmálaflokkur uppvís að því að þiggja stórfé nokkrum dögum áður en þak er sett á styrki með lögum. Lögum sem sami flokkur sagði að ættu að koma á meira trausti, gegnsæi og heiðarleika í stjórnmálum. Og að almenningur ætti með þessu að geta treyst pólitíkusum og flokkum þeirra.
Ekki það að þeim fannst þetta þurfa að gilda um þá greinilega.
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)