Færsluflokkur: Bloggar

Úr óvæntri átt, en alveg hárrétt.

Ég held að Sigmundur sé með þetta alveg á hreinu. Það þarf að hamra járnið á meðan það er heitt. Og núna þarf að ganga á eftir Gordon Brown hvort að hann hafi misst út úr sér einhverjar upplýsingar þarna um að Bretar séu að ná einhverjum einhliða samningi við IMF um Ísland og meintar íslenskar skuldir. Eða hvort að maðurinn sé virkilega að ætlast til þess að við borgum skuldir banka sem var skráður í Bretlandi og óumdeilanlega á ábyrgð þarlendra yfirvalda þó svo að íslenskur banki hafi átt hann.

Gordon Brown þarf að fara að vakna upp við það að hann getur ekki alltaf sagt að þetta sé Íslendingunum að kenna. Og það þarf að fara að vekja hann ansi harkalega sýnist mér.

Íslenska ríkisstjórnin á að fara með þetta á þann hátt að breska pressan sýni þessu athygli og að hún nái þeirri staðreynd að Brown er að reyna að velta ábyrgð og sök af sinni ríkisstjórn sem nú þegar er umvafin hneykslum og vandamálum sökum lélegra og vanhugsaðra ákvarðana.

Íslenndingar þurfa að fara að velta því fyrir sér opinberlega hvort að Bretar geti talist vinaþjóð okkar með Gordon Brown í forsvari? Og vekja athygli bresks almennings á þeim vangaveltum.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi hafa þau vit á að halda a.m.k öðrum utanþingsráðherranum

Þetta er nefnilega einföld spurning fyrir þjóðina:

Viljum við fagfólk sem ráðherra eða viljum við pólitíkusa í þessi embætti?

Viljum við fólk sem er menntað í og hefur unnið við sitt fag, veit hvað og hvernig hlutirnir virka innan þessa sérfags?

 Eða viljum við fólk sem hefur unnið að því að vera duglegt og þægt flokksfólk og hlýtt þeim öflum sem þar eru og aflað flokkinum kannski tekna með fjáröflun?

 

Í alvöru? þegar við erum loksins komin með fólk í þessi embætti sem skilur hvað er í gangi, getur talað við og skilið sitt fólk í ráðuneytinu á fagmálinu sem þar er viðhaft, í stað þess að láta mata allt ofan í sig getur tekið af skarið og sett fram leiðir úr þessu og stefnur án þess að þurfa að láta túlka fyrir sig af sérfræðingunum. Til hvers að losa sig við þetta fólk?

Sérstaklega fyrir fólk sem er næstum sama um hvaða ráðherraembætti það fær svo lengi sem að það komist í valdastöðu og hátt launað starf. Fólk sem margt hvert veit ekkert um þann málaflokk því er svo fengið til umráða. Er það gáfuleg og sanngjörn stjórnsýsla?

Burt með Alþingismenn úr embættum öðrum en Forsætisráðuneytinu. Ég held að það ætti að vera grundvallarkrafa almennings eftir þetta meiriháttarklúður amatöranna að hæft fólk sem vinnur vinnuna sína af þekkingu en ekki græðgi sé sett í þessi embætti.


mbl.is Ráðherrakapall lagður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um leið og ég vorkenni manninum...

Þá verð ég að spyrja hvernig hann var neyddur í þennan verknað? Honum gat verið ljóst að þetta gæti þýtt fangelsi í frekar óskemmtilegu fangelsiskerfi?

Ef að það er eins og brasilíski lögreglumaðurinn sagði í fréttunum um helgina eða mánudaginn að þetta smygl eigi upphaf sitt hérlendis og að strákurinn sé sendur héðan af þeim aðila sem hann skuldar þá hefði maður svona haldið að hann hefði átt að sjá hag sinn í því að leita strax til lögreglunnar hérlendis og segja henni frá þessu dæmi öllu og þá annað hvort vinna með henni eða benda á þann sem á bakvið þetta stóð allt saman. 

Hann virðist hafa haft val sem var það að annað hvort tók hann sénsinn á að þurfa nær örugglega í fangelsi hérlendis, eða að taka sénsinn á að ná að smygla dópinu frá Brasilíu, í gegnum alla Evrópu og til Íslands...og lenda í fangelsi í einhverju af þessum löndum þar sem aðstæður eru ekki beint sambærilegar við íslensk fangelsi...

Erfitt val en annað er mun fyrirsjáanlegra en annað og það var ekki smyglið. Afhverju velur fólk oftar valkosti sem eru með óvissuþætti sem eru ekki á nokkurn hátt fyrirsjáanlegir og velta meira á heppni en nokkru öðru?

Er það bara partur af mannlegu eðli að taka áhættuna í von um að allt, og þá meina ég ALLT í þessu tilviki, gangi upp? Náunginn hefði þurft að fara í gegnum í minnsta lagi 4 tékk á flugvöllum ef að hann hefði þó keyrt frá Spáni til Amsterdams eða Frankfurt og flogið þaðan.

Mannveran er ótrúlega skrýtin í sinni hegðun. 

Þessi strákur á örugglega erfitt núna. En hann verður að átta sig á því að hann var valdur að þessu og hann getur ekki eins og í þessu viðtali beðið um að "einhver reddi sér". Hann þarf að taka sig saman í andlitinu (ó ég veit hvað það er erfitt, lesið bara titil bloggsíðunar) og segjast ætla að taka á sig ábyrgðina af gjörðum sínum og lögbrotum, greina frá aðstæðum og ástæðum brots síns og biðja auðmjúklega um að fá að afplána dóm sinn hérlendis.

Aumingjaskapur og væl, og að koma fram eins og fórnarlamb (hversu satt sem það kann að vera) mun ekki hjálpa honum í réttarkerfinu í Brasilíu. Og að neita sök af þeim ástæðum að hann hafi verið tilneyddur og segjast ekki vera glæpamaður er bara álitin lygi þarna. Enda er hann núna orðinn glæpamaður. Hann var staðinn að glæp ekki satt? Og hann framkvæmdi þetta kannski undir þvingun en hann framkvæmdi þetta.

Það sem mun bjarga honum er að greina rétt og satt frá og það á yfirvegaðan og sannfærandi hátt. Og án þess að gefa á nokkurn hátt það í skyn að maður sé að draga úr eigin þátttöku.


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef satt er, þá eru þau afar ómerkilegar persónur.

Sem manneskja sem hefur þjáðst af kvíðaröskun allt mitt líf og þurft að glíma við ótrúlega fordóma og vanþekkingu fólks um slíkar geðraskanir sér í lagi þegar ég hef gengið menntaveginn. Þá get ég alveg skilið Ólaf. Þó að ég hafi ekki það mikið álit á manninum varðandi ummæli hans eða verk.

Það að leyfa kjörnum fulltrúum af öllu fólki að komast upp með svona ummæli er afar slæmt fordæmi, og eiginlega finnst mér að Júlíus og Hanna verði gert skylt að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum sínum um geðheilsusögu Ólafs. Ef að það reynist satt að þau hafi á annaðborð sagt þetta.

Það er óþolandi að á landi sem þykist vera eitt siðmenntaðasta land 21. aldarinnar skuli ennþá þrífast fordómar aftan úr 18. öld og fyrr. Og að þessum fordómum sé leyft að grasserast og að ekkert sé gert í því að eyða þeim. Að hver einasti einstaklingur sem lendir í þeirri gryfju geðsjúkdóma þurfi að útskýra það að hann sé með sjúkdóm sem hægt er að meðhöndla og þurfi á tímum örlitla tillitsemi þegar honum gengur illa í þeirri meðhöndlun. 

Það að stundum sé gefið í skyn við mann að maður eigi ekki erindi í það að ganga menntaveginn eða taka þátt í lýðræðislegri umræðu er til skammar og sýnir meira um greindarskort þess sem leggur það til en um að sá geðveiki sé ekki hæfur í eitthvað.

Við erum ósköp normal fólk nema sumt hvað með sjúkdóma sem fylgja okkur alla ævi og við ráðum kannski ekki alltaf við, svona svipað og sykursýki og fleiri sjúkdómar.


mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hluta af orðunum: minnihluti og stjórnarandstaða skilur Bjarni ekki?

Mér finnst alveg voðaleg hræsni í þessu hjá Bjarna Ben munandi það að hér fór Sjálfstæðisflokkurinn sínu fram algjörlega óháð því hvað minnihlutinn á þinginu hafði um þá að segja.

Og svo ætlast hann til þess að tillit sé tekið til þess hvort Sjálfstæðismenn vilja eitthvað eða ekki þegar þeir eru komnir í minnihluta? Sérstaklega eftir þá meðferð sem minnihlutinn fékk síðustu 18 ár?

 Bjarni Ben, farðu nú að fullorðnast og hætta að setja fram kröfur og væla eins og smábarn þegar eitthvað á að gera sem ekki samhæfist vilja eigenda þinna.


mbl.is Kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efni sem setur líkamann í overdrive, skaðlaust? kjaftæði...

Ekkert lyf, efni eða fæða sem mannveran setur ofan í sig, andar að sér eða ber á sig er skaðlaust. Allt þetta hefur aukaverkanir, sumum tökum við eftir þegar við fitnum, önnur valda minni háttar óþægindum eða engu sem maður tekur eftir.

En hér erum við með efni sem vísvitandi setur ákveðið kerfi líkamans í ofvirkni. Það er einskær barnaskapur að halda að þetta geti ekki valdið auknu sliti á því kerfi og samsvarandi líkamlegum viðbrögðum s.s. yfirliði, hjartaáfalli eða ofþreytu. Líkamanum er ekki vel við öfga, jafnvægi er lykillinn í hans stýrikerfi. Ef að eitthvað er að valda ójafnvægi þá er brugðist við því.

Það er ekkert ókeypis, þú brennir ekki meiru án þess að það komi eitthvað upp á móti. Hjartað er þarna frekar veikur hlekkur þar sem að það þarf að vinna yfirvinnu við að dæla blóði til og frá vöðvum. Og það segir sig sjálft að ef að þetta er viðvarandi ástand þá endist hjartað alls ekki eins lengi og ella. 

Held að þessi Hydroxycut gaur sé að mála sig út í horn með þessum ummælum, enda komið fram að læknar á bráðavöktum kannast alveg við regluleg tilfelli um að fólk komi inn til þeirra eftir að hafa verið að taka þessi efni reglulega.

Svo er það kjaftæði að kalla eftirlitið hér og í Evrópu strangara, það er einfaldlega öðruvísi en í BNA, annars er það frekar léttvægilegt...


mbl.is Annars konar Hydroxycut hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun hótun um að skrúfa fyrir fjármagnið sem heldur kerfinu gangandi vekja stjórnina?

Það er búið að vera einhverskonar lágdeyða yfir öllum aðgerðum ríkissins. Það eru einfaldlega settar reglur og lög sem breyta örlítið til um hvernig málum er háttað. Aðallega málum þegar fólk er komið í vesen eins og að vera gjaldþrota.

Ríkið hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum haft þá vanhugsuðu hugmynd að það gera ekkert annað sé nóg. Það er ekki stoppaður lekinn sem síhækkandi skuldir sökum vísitölu og gengis eru heldur er bara sett stærri fata undir.

Vandinn er sá að fólk er búið að vera að greiða úr sparifé sínu, lífeyrisréttindum og fleira til þess að mæta hækkandi greiðslubyrði og það er ekki nema dropi í hafið og étið upp af verðbólgunni eins og ekkert sé. 

Fólk er að verða búið með þessa peninga og þá mun það lenda í vandamálum, margir munu þurfa að fara í gjaldþrot því að það mun aldrei með þessu árfamhaldi ná að greiða skuldirnar upp, jafnvel þó svo að þær séu lengdar til 70 ára, sá sem er 30-40 ára í dag mun ólíklega ná að borga það lán upp. Þannig að vandinn er nú þegar kominn á börnin og jafnvel barnabörnin.

 

Mér sýnist að eina leiðin sem að virki til þess að vekja athygli á þessu sé einfaldlega að hætta að borga. Þurrka upp rekstrarfé Íbúðalánasjóðs og nýju bankanna. Eða í það minnsta að hóta því. Þar sem að það er ekki hægt að kreista blóð í steini þó svo að slíkt hafi verið gert hér í tilvikum. Fólk á bara ekki lengur fjármagn til þess að standa undir brostnum forsendum samninga. Vísitala hefur hækkað, gengið hrunið og þar með allar greiðslur hækkað upp úr öllu valdi.

Fólk treysti lánveitendum sem sögðu engar líkur á þessum framtíðaraðstæðum, og tók lán löngu áður en nokkrar grunsemdir voru á þessu.

Þurfa skuldarar virkilega að bera allan kostnað þegar forsendur samninga bresta og afborganir hækka upp úr öllu valdi? Sérstaklega þegar það virðist sem að lánveitendur séu beinir orsakavaldar að því að forsendurnar bregðast?

 

Eitt er víst, þessi bíðanda háttur gengur ekki lengur. Fólk er að verða uppiskroppa með allt sparifé, jafnvel lífeyri í sumum tilvikum og margir eru að upplifa það að launin þeirra eru varla að duga fyrir lífsnauðsynjum eins og mat, eða samgöngum til og frá vinnu. 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruddaskapurinn virkaði?

Í fyrsta lagi þá hefur það alltaf verið fáránlegt að við höfum ekki verið með í þessum viðræðum áður eða hleypt að þeim.

 Í öðru lagi þá er þetta áhugavert, ruddaskapurinn við það að stofna makrílstofninum í hættu með ofveiði og kvótalausm veiðum virkaði?!?! Gaman að vita að hér er sett fordæmi um að slík hegðun virkar gagnvart ESB t.d.

Ætli við gætum gert það sama með Evruna? niiihh. Held að það sé aðeins alvarlegra mál, enda eru fiskveiðar rétt um 1% af efnahag ESB. Evran er allstaðar, sjallar takið þetta til ykkar.


mbl.is Fundur boðaður um stjórn makrílveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá, súrrealískt! Kjartan að hampa sigri VG?!?!

Greinilegt að Ísland er að breytast mjög mikið þegar fyrrverandi framkvæmdarstjóri, ráðgjafi Davíðs Oddssonar til tugi ára, Kjartan Gunnarsson, bókstaflega fagnar sigri VG...

Finnst þetta svolítið skondið að hann þurfi að benda á sigur VG (sem var minni en spáð var nb.) til að beina athyglinni frá gjörsamlegri rústun Sjálfstæðisflokksins. 

Smjörklípa einhver?


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn dólgsleg árás?

Það skyldi þó ekki vera að Björn Bjarna vilji meina að það sé dólgslegt að segja einfaldlega sannleikann? Að ESB muni ekki líða einhliða upptöku Evrunar af hálfu Íslands? Hélt nú að þetta væri löngu komið fram og þessi hugmynd væri afgreidd.

Meira að segja AGS segist ekki geta gert neitt til þess að hjálpa nema með ráðgjöf um þetta mál. Og þvílíkt er ofsóknaræðið ef að maðurinn telur þetta vera árás á Sjálfstæðisflokkinn af yfirlögðu ráði og ætlaða til þess að tryggja ósigur í kosningum...

Menn eru farnir að líta ansi stórt á sig þegar þeir telja ESB í persónulegu skítkasti við sig...


mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband