Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2009 | 21:25
Þetta er rétt en jafnframt afar rangt hjá honum.
Auðvitað myndu þessar myndir auka andúð á bandarískum hermönnum, og það réttilega svo.
Þetta myndi jafnframt miklu frekar vera loksins annað en orð á pappír sem sýna þegnum Bandaríkjanna afhverju þessi andúð er nú þegar til staðar meðal annarra landa.
Mynd segir meira en þúsund orð og myndi loks koma þeim sem enn trúa að þetta hafi bara verið nettar yfirheyrslur var allt annað og ógeðfelldara. Þetta myndi mögulega koma örlítilli auðmýkt að hjá BNA mönnum, auðmýkt sem sárvantar eftir yfirgang og læti seinustu ára.
Obama er að klúðra þessu máli.
Obama: Myndbirtingin yrði engum til góðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2009 | 14:14
Virkilega? er þetta það sem þið eruð mest að pæla í núna?
Mér gæti ekki verið meira sama hvort að þetta fólk væri nakið, klætt í leður og latex eða í jakkfötum ætluð til jarðarfara og brúðarkjólum.
Þetta er enn eitt af þessum smáatriðum sem er blásið upp, og sérstaklega gamaldags að skylda menn og konur til þess að vera klædd á ákveðinn hátt.
Svo lengi sem að þetta fólk vinnur vinnuna sína þá held ég að það skipti á endanum engu máli hvernig fólk er klætt.
Þingmenn læra góða siði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 23:08
Áfellingsdómur yfir Útlendingastofnun
Ég veit ekki hvað öðrum finnst, en að það taki 2 ár fyrir Útlendingastofnun að úrskurða um hæli og svo tekur við álíka áfrýjunarferli sem svo getur endað í að Útlendingastofnun þurfi að skoða málið aftur...
Finnst fólki þetta eðlilegt? Að það taki virkilega svona langan tíma að úrskurða um þetta....í nánast ÖLLUM tilvikum? Maður hefði nú haldið að einhver tilvik væru auðveldari en önnur í meðferð.
Og oftar en ekki þá er þessu fólki ekki leyft að dvelja hér nægilega lengi til þess að niðurstaða náist í málum þeirra, og ef að svarið verður jákvætt þá getur fólkið ekkert komið sér hingað aftur til að nýta sér það.
Ég er ekki að segja að þessi maður eigi að fá að vera hér á landi eður ei, þekki ekkert annað til í máli hans nema hversu langan tíma þetta er búið að taka. Og satt best að segja blöskrar mér sá tími sem þetta er búið að taka.
Þetta er eins og að þetta sé hannað til þess eins að fólk fari í þrjóskukeppni við kerfið sem yfirleitt vinnur á heimavelli. Fólk er látið bíða þangað til það annaðhvort fer af sjálfsdáðum eða landvistarleyfið rennur út.
Svo koma skrifstofublókir eins og Ragna dómsmálaráðherra alveg miður sín og skilja ekkert, enda búið að útskýra fyrir manninum hver kerfið virkar, kerfið sko þetta, kerfið hitt, kerfið, kerfið!
Hvernig væri að draga aðeins úr vægi kerfisins? Koma mannlega þættinum inn í þetta? Eða að minnsta kosti gera fólki kleift að fá úrskurð og niðurstöðu á styttri tíma en 2-3 árum eða lengur?
Það hlýtur að vera hægt.
Hælisleitandi fluttur á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.5.2009 | 19:39
Er alveg 100% að þeir séu að tala um Ísland?
Verð nú að segja að mér finnst þessi þjóðhagsspá ekki alveg í takt við það sem er að gerast í kringum mann. Þannig að maður byrjar auðvitað að spyrja sig hvort að þeir sérfræðingar sem um ræðir hér séu með það á hreinu um hvaða land og á hvaða tímabili þeir eru að fjalla um það.
Það versta er langt frá því yfirstaðið því að það mun verða algjört hrun á gjaldmiðlinum þegar gjaldeyrishöftin verða tekin af. Því að þau verða óumflýjanlega tekin af.
Svo er það að manni sýnist bara hafa verið teknar bjartsýnustu tölurnar í þessa spá og að þetta sé "best case" spá sem er svo ólíkleg að verði að raunveruleika að manni verður um.
Það getur ekki verið siðferðislega rétt að varpa eingöngu fram bjartsýnisspá og kalla hana þá einu réttu og líklegustu...
Það þyrfti að setja fram líka eina svartsýnisspá og svo eina miðlungsspá...
Það versta mögulega afstaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 18:36
eh, hvað með háskólafólk og aðra ?
Áhugavert að það er alltaf minnst á lægstu töluna 12.000 á meðan 16.750 eru í raun án framtíðar vinnu sem er örugg. Og svo bætast við háskólanemar sem ekki eiga rétt á bótum...
Ódýr leið til að setja bjartara útlit á vanda sem er ekkert að skána...
Um 12 þúsund án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 12:36
Hah! Henni ferst...
Sem þátttakandi í stjórn Sjálfstæðismanna þá held ég að Ásta Möller geti alveg talist hafa tekið þátt í einni mest sóandi ríkisstjórn Íslandssögunnar. Hlutum var breytt bara til að breyta þeim svo breytt aftur þegar það gekk ekki. Held að hún hafi nú alveg sjálf þegið dagpeninga í þeim tilvikum að hægt var að sleppa þeim.
Og þess ber að geta að manneskjan er ekki með þetta á hreinu, allir ráðherrarnir fóru með áætlunarflugi, útblæstri semsagt og eldsneytissóun sem hefði átt sér stað hvort sem þeir hefðu verið um borð eða ekki.
Hún var aldrei talin af mörgum málsmetandi mönnum stíga neitt mikið í vitið hún Ásta á meðan hún var á þingi og það virðist ekkert gefa til kynna að þeirri skoðun þurfi að breyta eftir að hún fór af þingi.
Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2009 | 23:27
Afhverju öll þessi leyndó?
Ég spyr nú bara af hverju öll þessi leyndarmála og trúnaðargæsla er hér til staðar.
Það er einfalt mál að svara því auðvitað.
Því að ef að OR fer að segja frá hinum og þessum verðum á orku til einstakra notenda þá fara sumir að spyrja af hverju þeir fá ekki sama díl og aðrir, þetta veltur auðvitað upp á sig því að ég efast um að OR sé tilbúið að okra á stærri neytendum sínum og alls ekki að slá nokkuð af okrinu á minni neytendum.
Þetta er voðalega hálfvitaleg staða sem menn koma sér í með því að hafa svona mörg leyndarmál og lofa hinum og þessum samningsaðilum að þeir séu að fá besta dílinn. Kemur manni bara í vandræði á endanum því að inn í þetta fara náttúrulega bara að koma lygar...
Langbesta dæmið er auðvitað að útskýra fyrir mönnum afhverju X fær Y afslátt, sem væri þá vegna magnnotkunar.
Held að þetta sé svolítið um völd. Þeir vilja geta stjórnað hvað hver borgar og hindrað að menn geti borið sig saman við aðra. Þannig ætlar OR auðvitað að geta látið minni viðskiptaaðila sína vega upp á móti afsláttum þeim er þeir veita stóru viðskiptaaðilunum...
Að fela þetta auðvitað styður það að enginn rökstuðningur sé í raun til um þann mun sem er á því hvað notendur eru að borga og að OR sæi fram á að þurfa að lækka það sem þeir rukka flesta sem mest fyrir...
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er mér spurn.
Þessir menn segjast vera vinir lýðræðissins og la la la laaa. Og trúa og treysta því að íslenska þjóðin eigi og geti ákveðið um þetta mál.
EN á sama tíma vilja þeir EKKI setja málið í það ferli sem núna er boðið upp á, að einhverjir guttar fari til Brussel. Tali við ESB og komi með tilboðið eða whatever til baka svo að fólk geti ákveðið loksins eins og þeir segjast vilja að við gerum. Hvort að samningur við ESB um inngöngu sé ásættanlegur.
Er þetta rétt skilið hjá mér? Þeir vilja að fólkið ráði, en samt ekki strax allavega? Eða bíddu? Fyrst atkvæðagreiðslu um að FARA og SEMJA og svo hvort að við eigum að samþykkja samninginn?
Er einhver á móti því að farið sé og fengið tilboð? Finnst á skoðannakönnunum að fólk sé ekkert á móti því, enda værum við alls ekki að skuldbinda okkur endanlega með því að tala við Brussel formlega um möguleikann á aðild og hvernig það myndi eiga sér stað.
Samþykktin er önnur, lítið bara á Norðmenn, ekki eru þeir skuldbundnir og stjórnað af ESB eða bla bla. Þeir spjölluðu við ESB, fengu díl og höfnuðu honum, tvisvar.
Við hvað eru Sigmundur og Bjarni hræddir? Að gömlu familíurnar sem þeir tilheyra tapi forréttindum sínum og sérhagsmunum? Eru þeir hræddir við að geta ekki "haft vit" fyrir þjóðinni um mál?
Og svo er mér loks spurn.
Ætla þeir að kúga sína þingmenn til þess að mögulega kjósa gegn sannfæringu sinni? Þ.e.a.s að segja þeim að kjósa gegn ESB viðræðum, þó svo að þessir þingmenn séu vel tilbúnir að fara í þessar viðræður?
Þvílíkir skítapólitíkusar sem þeir eru, því líklegast eru þeir í hrossakaupum. Ætla að kúga Samfó um eitthvað í skiptum fyrir stuðning í þessu máli sem að þeir myndu annars örugglega leggja til sjálfir og styðja....
Er pólitík ekki hreinn sori?
Ætla að treysta á andstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2009 | 20:04
Hey, ekki týpískir Akureyringar! Heldur ODDfellows...
Bara svo að það komi fram þá eru þetta ekki týpískir Akureyringar, Sigurður Guðmunds var einmitt sá sem þökulagði torgið okkar í fyrra...
Svo eru þetta ODD fellows, nafnið segir held ég allt.
Plús það að Stebbi Vagn á Sauðárkróki er ekki með mesta húmor í heimi ;)
Þeir hefðu nú alveg mátt benda lögreglunni samstundis á það að hér væri gabb á ferðinni af fyrra bragði.
Ísbjörninn blekking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2009 | 19:34
En hérna...hvernig á að stoppa að fleiri lendi í vandræðum?
Ok, ví úrræði fyrir fólk sem er komið í vandræði og þarf að vinna sig út úr þeim, nauðsynlegt vissulega.
En hvað með þær aðgerðir sem þarf til þess að fleiri þurfi ekki að leita eftir þessum illa kynntu úrræðum? Hversu mikill er erfiðasti hjallinn sem fólk þarf að brenna sparifé og séreignarsparnaði sínum til þess að komast yfir? Munu allir á endanum þurfa á þessum úrræðum að halda?
Hvar er það sem á að stoppa blæðinguna? Þessi úrræði eru svosum ágæt að þrífa upp blóðið af gólfinu en það bætir alltaf í pollinn sem þarf að þurrka upp. Hvenær blæðir landinu út?
Er það kannski bara orðið of seint? Er sjúklingnum nánast blætt út? Er það eina sem hægt er að gera það að hreinsa upp ósómann eftir að honum blæddi út?
Mér er spurn.
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)