Færsluflokkur: Bloggar
13.6.2009 | 14:10
Eh, var Sigurður ekki einmitt í vinnu fyrir...
Útrásarvíkingana svokölluðu?
Hann hefur komið þeim til varnar enda á hann svolítið sjálfur undir því að málinu sé sem minnst fylgt eftir, hann var meðal annars stjórnarmaður í bankanum sem fyrst komst í vanda, Glitni.
Og hann er viðloðandi við mörg önnur fjármálafyrirtæki. Mörg þeirra sem eru og verða til rannsóknar að ég býst fastlega við.
Þannig að afsakið að ég taki ekki mikið mark á Sigurði G. Guðjónssyni sem svo sannarlega var einn af leiguþýi útrásarvíkinganna eins og hann kallar það og ekki ólíklegt að gjörðir hans verði rannsakaðar...
Hann er því ekki beint maðurinn sem á að vera að gagnrýna Evu Joly, enda á hann allt undir því að sem minnst sé rannsakað og skoðað.
Málflutningur Joly gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 20:36
Er maðurinn ekki með öllum mjalla?
Þetta örlitla vanhæfni hans að hann kallar er að valda því að ástæða þykir að ráða ANNAN ríkissaksóknara til þess að fara með þessi mál. Er hann að gera sér grein fyrir því að hann með þrjósku sinni eða hálfvitaskap að kosta embætti sitt meiri pening?
Hann er ekkert smávegis vanhæfur þegar allt er á litið, Kaupþing og Exista til samans höfðu anga í nánast öllu viðskiptalífi landsins og þar af leiðandi er hægt að búast við því að u.þ.b. þriðjungur mála (3 stóru bankarnir verða aðalmálin) auk mála sem tengjast Exista á einhvern hátt séu mál sem að Valtýr verður vanhæfur í.
Hann er ennþá í 2007 gírnum þessi maður, svipað og Davíð var og Gunnar Birgis í Kópavoginum er. Það er ekkert sem þeir gera í embætti sem getur valdið vanhæfni eða afsagnarástæðu að þeirra mati.
Hættu að flækja málið og tefja að allt geti farið að ganga eðlilega fyrir sig og segðu af þér eða farðu snemma á eftirlaun. Það myndi sýna að maðurinn hefði þó einhvern vott af manndómi og heiðarleika.
Það sem hann er að væla núna er ekkert nema týpískt væl gamaldagsembættismanna sem ekkert sögðust gera rangt þótt að ótal vitni væru til staðar og þeir með rjúkandi byssu í hendinni eftir skotárás...
Í grófari orðum, Drullaðu þér í burtu Valtýr. Þín fjölskylda er einfaldlega of innmúruð til þess að nokkuð sem að þú gerir sé ekki hægt að horfa á með miklum efasemdum.
Valtýr vill ráða Evu Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2009 | 18:58
myndavélar í klefum?
Fannst látinn í fangaklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2009 | 18:15
Kannski, gæti, kæmi til....
Voðalega mikið af einhverjum óvissuþáttum og akkúrat þessum orðum sem ekki þykja að mínu mati of traustvekjandi, voru það ekki einmitt þessir starfshættir sem komu okkur í þetta klandur? Útrásarvíkingarnir héldu að allt myndi bara ganga upp og reddast og notuðu mjög óljós lýsingarorð og áætlanagerð sem varpaði bara því besta sem gat gerst upp á skjávarpan.
Hvert er hin áttin, ef að allt fer á versta veg, ekkert gengur upp? Hvað mun þetta kosta okkur mögulega þá? Og ég sé að miðað er við núverandi gengi, sem allir sem nokkuð vit hafa í kollinum geta sagt þessum mönnum að er ekki alvöru gengi krónunnar. Og að hún hjlóti að eiga eftir að falla töluvert þegar við neyðumst til þess að afnema gjaldeyrishöftin...
Bara mínar, óhreins almúga athugasemdir....
Hækkar um 37 milljarða árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 13:47
Afhverju tók þetta 2 ár? Og hvað kostaði þessi skýrsla?
Mér er spurn um hvaða ósköps tíma þetta hefur tekið að fá út úr einhverju sem virðist hafa legið fyrir ljóst strax frá byrjun. Heil 2 ár að rannsaka mál þar sem að enginn meiddist? Skil að það þurfi að skoða þessi mál en 2 ár?!?
Svo væri gaman að sjá hvað nefndarmenn fengu í laun fyrir þessa skýrslu og heildakostnað við hana...
Lokaði óvart fyrir bensínið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.5.2009 | 17:41
Já,já, margar erfiðar ákvarðanir en hvernig væri að fara að taka þær?
Það er EKKERT í þessari ræðu Jóhönnu sem er nýtt né hefur ekki verið vitað síðan í janúar. Hálft ár er búið að fara í það að undirbúa fólk fyrir það að lenda í gjaldþrotum, biðstaða hefur verið með allt annað. Þar með það að HINDRA að fleiri fari í gjaldþrot.
Þetta er svolítið sorglegt að horfa á allt þetta hugsjónarfólk af barnasprengingarkynslóðinni ásamt X kynslóðinni sem er einstaklingshyggjan uppmáluð standa eða sitja þarna á þingi og tala um það að þau verði að fara skoða það að kannski að fara að velja á milli valkosta og taka ákvörðun....
Tími til ákvarðanna er löngu kominn, og að hlaupa frá okkur á meðan við tölum um það eitt að standa frammi fyrir ákvörðunum án þess jafnvel að tilgreina hverjar þær séu....
Hættið þessu hangsi og farið að stoppa þetta hrun en ekki að reyna grípa allt sem er að falla með þunnri dýnu.
Eins og einn bóndi myndi öskra á mann : RÆS RÆS drattist í stígvélinn og byrjið að moka flórinn NÚNA!
Róttækar og erfiðar ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2009 | 18:05
Hlýðum flokkinum! Die partei!
Hvar er hugrekkið og dugurinn? Kjarkurinn og þorið?
Íslenskir þingmenn, hægri og vinstri hafa svo lengi látið flokkana sem þeir tilheyra (þó ekki sé mikill munur á tíðum á þessum flokkum) Algjörlega stjórna sér, hegðun sinni og atkvæðagreiðslum á þingi. Jafnvel þó svo að samviska þeirra, hugur og sannfæring segi allt allt annað.
Afhverju eru bara þessar gungur, þessir góðu flokksfélagar kosnir inn á þinn þegar þörfin er á hugrökku og dugmiklu fólki sem þorir að tala hreint út, ganga til verks í þágu þjóðarinnar.
Ekki bara þessara örfáu prósenta sem kusu þá á þing.
Munum fylgja stefnu flokksins" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2009 | 11:28
Ok, átti ekki von á þessu frá IMF...
IMF var ekkert hrifið af þessum höftum þegar þau voru sett og lagði hart að ríkinu að þetta væri einungis til skamms tíma.
Núna kúvenda þeir svona agalega og segja að þetta gæti verið viðvarandi, sem og þá væntanlega gjaldeyrisskömmtun.
Mér finnst núna sterklega eins og að eitthvað hafi ekki komið fram um ástand landsins í peningamálum. Eitthvað mjög neikvætt sem IMF ætlar að eftirláta ríkisstjórninni að leyna eða segja frá. Og svo þessi Þjóðhagsspá sem var voðalega neikvæð á köflum en svo allt í einu jákvæðari en andskotinn á næstu síðu um önnur mál.
Það er eitthvað sem gengur ekki upp og mér er afar illa við þessa óvissu.
Þaulsetin gjaldeyrishöft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er spurning í mínum huga hvort að það mikið sé komið til móts við áhyggjur Framsóknar og einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokks að Bjarni Ben finnist hann verða að fá að byrja að rakka niður og spinna lygavef um þessa tillögu sem fyrst.
Maðurinn er óttarlegur vælukjói, hefur einhver tekið eftir því? Hann lætur eins og Sjálfstæðisflokkurinn eigi að koma að öllu eins og einhverskonar láverðir eða aðalsmenn gerðu lengi vel í breska þinginu með sinni Lávarðadeild. Ekkert fór í gegn án þeirra samþykki, jafnvel þó svo að öll neðri deildin þrýsti á það, neðrideild sem var lýðræðislega kosin.
Já það er spurning hvort að hann vilji titla sig sem "Lord" erfðaprins Engeyjarættarinnar?
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 09:42
Áhyggjuefni?
Það að menn séu ekkert froðufellandi talandi um hneykslun og fleira varðandi þessa ályktun gerir mann svolítið uggandi yfir því að mögulega sé þarna eitthvað á ferðinni sem höfði til allra stjórnmálaflokka.
Hvernig má það vera? Og er það jákvætt fyrir landið?
Er maður kannski bara svo vanur þeirri hegðun sem viðhöfð var síðustu 18 ár að ríkisstjórnin tilkynnti flokkum mál tilbúin og ekki til umræðu?
Æi ég veit það ekki, nema að ég veit að þegar stjórnmálamenn eru allir samþykkir einhverju þá þarf að kemba það með lúsargreiðu til að sjá hagnað þeirra af þessu máli.
Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)