Færsluflokkur: Bloggar
21.6.2009 | 21:52
Voðalega eru þessir menn allir hissa?
Þegar það kemur í ljós að Gunnar I. Birgisson, maðurinn sem að þeir hafa allir unnið svo náið og vel með í að gera Kópavog að besta bæjarfélaginu í heimnum. Að þeir séu svo hissa á því að þessi maður hafi óhreint mjöl í pokahorninu og reyndar bara öllum pokanum? Dóttir hans á príat díl við LÍN og Kópavogsbæ, hin dóttirin uppfyllti ströng skilyrði fyrir láni frá LÍN þegar öllum öðrum var hafnað þegar ósköpin dundu yfir, og svo Klæðningar dæmið þar sem að Gunnar veit ekkert hver á fyrirtækið en svo kemst upp að eiginkona hans vissi það allavega, því að hún á helminginn af því að minnsta kosti.
O.fl. o.fl. sem hefur ekki farið framhjá okkur hinum sem ekki einu sinni búum í Kópavogi...
Voru þessir menn kannski bara að fá borgað og voru ekkert að vinna eða? Allavega hafa þeir ekki verið með athyglina virka á meðan þeir hafa unnið með Gunnari...
Sakar Gunnar um blekkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 01:03
En hérna...varðandi sparnað og að flækja málin?
Væri ekki ódýrara og einfaldara að Valtýr segði sig frá embættinu með öllu og færi fyrr á eftirlaun (hann er víst 64 ára...)?
Í staðinn á að stofna heilt embætti með væntanlegum aðstoðarmönnum, skrifstofum og auka hálaunastjórnanda....
Og hver á að dæma um hvort mál sé tengt bankahruninu eða ekki? Valtýr eða þessi nýji gaur? Hvað ef þeir fara að deila um mál?
Ég er ekki sannfærður um að það sé verið að fara bestu leiðina, heldur að það sé verið að fara þá leið sem embættismenn og kerfiskallar dýrka...fleiri embætti og meira kerfi. Ásamt peningaeyðslu sem væri hægt að nýta kannski bara beint í rannsóknina..
Mínus í kladdann fyrir þessa leið Ragna mín...
Setji sérstakan ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 13:54
Hissa á að vera vikið úr starfi eftir lögbrot?
Ef að sú hegðun að vera hissa á því að hafa brotið lög og reglur heldur áfram hjá honum Gunnari I. Birgissyni. Þá held ég að það sé komið alveg á hreint að maðurinn hefur aldrei heyrt um siðferði...
Lög og reglur virðast fyrir honum bara vera ómerkilegar hindranir...ótrúlegt að Kópavogsbúar sætti sig við slíkan mann í bæjarstjórn hvað þá sem bæjarstjóra þó fráfarandi sé...
Ávöxtuðu fé sjóðsins hjá Kópavogsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 12:27
A.m.k virðast þeir ekki mismuna neinum hjá Lýsingu...
Miðað við þær sögur sem maður hefur heyrt af Lýsingu og aðförum þeirra að fólki sem ekki stendur ekki í skilum við þá. Þá sýnist manni á þessari sögu að þeir mismuni ekki á milli einstaklinga og fyrirtækja. Ganga alveg jafnt hart að fólki og semja ekki um eitt né neitt.
Það hlýtur að vera ljós í mykrinu? fullkomið jafnræði eða?
Klæðning hafnar kröfum Lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 12:09
Voðalega eru aðstæður alltaf að breytast....leyndó ekki leyndó...
Fyrst var þetta leyndó og ekkert hægt að leyfa neinum að sjá þetta. Svo máttu bara valdir einstaklingar sjá þetta. Svo var Bretum og Hollendingum (þeir síðari segja að það sé ekki satt) kennt um að þetta væri svona voðalegt leyndó...en svo var bara Bretunum kennt um þetta. En núna skyndilega eftir að hollenski hlutinn af samningnum lak út er ekkert mál að kynna þetta samdægurs?
Það varla að vera með virka heilastarfsemi til þess að sjá að þetta hefur verið einn heill blekkingarleikur hjá Steina Joð og ráðuneytisstjóra hans til þess að fresta óhjákvæmilegri reiði almennings.
Hvaða atriði ætli verði sleppt að birta? Man nú eftir að Steingrímur var sjálfur hundfúll varðandi IMF samkomulagið og að fá ekki að sjá það í heild sinni og eftir að hafa séð það vildi hann samt fá að vita hvort einhver leyniákvæði væru þar inni....
Eru einhver leyniákvæði í þessu Iceslave samkomulagi? Kannski að Steingrímur kunni bara vel við það að vera hinum megin við borðið og eiga leyndarmál...
Icesave-samningar birtir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2009 | 22:54
Og fyrst, sjálfstæði frá stjónmálamönnum og embættismönnum...
Ótrúlegt að Jóhanna sé að nefna það að nú sé ný sjálfstæðisbarátta hafin á meðan unnið er að því af ríkisstjórn þessarar konu að taka við skilmálum sem setja munu okkur á hausinn og í þjónustu 2 stórríkja næstu áratugi...
Iceslave er réttnefni á þennan gjörning þessa fólks, sem verður að meta það núna hvert fyrir sig hvort að það ætti ekki að kallast landráðamenn...
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 20:35
Er ekki réttast að kalla þetta seinni tíðar "Gamla Sáttmála"?
Miðað við það að við virðumst vera að ganga Bretum á hönd í einu og öllu, jafnvel hvað varðar dómsvald í þessu máli og ekki virðist sem að við losnum við Icesave skuldina og skaðabótagreiðslur þeim tengdum á næstunni...
Steingrímur og Jóhann ásamt ágætis aðstoð frá Sjálfstæðismönnum eru búin að koma landinu í ánauð og leggja lýðveldið í rúst ef að þessi sáttmáli verður samþykktur á Alþingi...
Skal það standa hér að þau tvö hafi rekið líkkistunaglanna endanlega sem að sjálfstæðismenn voru byrjaðir á að reka í lýðveldið Ísland.
Takk fyrir.
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 17:50
Lýðveldið verður aldrei sterkar en innviðir þess
Það er nefnilega þannig að lýðveldið verður aldrei öflugra en það fólk sem sér um að sinna því. Og núna er því miður að koma í ljós að því hefur aldrei verið sinnt.
Embættismenn ráða lögum og lofum hér og þykjast geta hunsað kjörna fulltrúa og sagt þeim jafnvel fyrir verkum.
Ef við ætlum að styrkja lýðveldið þá þurfum við fyrst að fjarlægja rotna innviði þess og eyða sérhagsmunahugsuninni sem hefur fengið að blómstra meðal þeirra sem framkvæma vilja kjörinna fulltrúa. Og að sjálfsögðu þarf að tryggja að kjörnir fulltrúar séu að fara á þing eða í bæjarstjórnir til þess að þjóna fólkinu en ekki bara sérhagsmunum vina sinna og ættingja og flokks síns...
Lýðveldinu er ekki bara ógnað að utan Kjartan minn, heldur steðja að því stærri ógnir að innan og þá er ég ekki að tala um kjörna fulltrúa.
Lýðveldið veikara en nokkru sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2009 | 02:00
En hérna? rannsaka meint misferli? einhver?
Er engin stofnun á Íslandi sem fer með einhverskonar innra eftirlit og rannsakar svona meint misferli? Í Evrópuríkjum s.s Þýskalandi og í BNA þá eru stofnanir sem stökkva inn ef að minnsti grunur eða orðrómur vaknar um misferli stjórnmálamanna eða opinberra starfsmanna í starfi... hvað þá með svona endurskoðendaskýrslu fyrir framan sig sem bendir á ýmsa misbresti sem Gunnar getur ekki vísað frá þó að hann reyni.
Er ekkert eftirlit með þeim sem taka ákvarðanirnar? Eigum við almenningur að sjá um það og fáum einungis að beita okkur á 4 ára fresti, sem að ég verð að kalla frekar ólýðræðislegt...
Ég er á því að það vanti tæki þar sem að íbúar geti knúið fram hluti í stjórnsýslunni eða haft mun mun meiri áhrif.
Þetta jaðrar við brjálæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 01:48
Góð hugmynd.
Áhugavert væri að heyra í óháðum matsaðila um hversu góður þessi "skásti díll" sem hægt var að ná að mati Steingríms Joð sé í raun og veru.
Maðurinn kom í Kastljósið og minnti mig á mann sem þurfti nauðsynlega að selja vöru sem hann vissi að væri drasl. Ég efast ekki um það að Steingrímur sjálfur viti að þessi samningur er gölluð vara en hann vonast hins vegar bara til þess að "þetta reddist" þó svo að við séum að taka áhættu upp á að þurfa að greiða á bilinu 600 - 1200 milljarða króna, allt það eftir því hversu verðmætar eignir bankanna sem fóru á hausinn eru. Eignir sem fólkið sem setti bankana á hausinn kallar "góðar og traustar" og maður er ekkert of mikið á þeim buxunum að treysta neinum þeirra.
Hvernig væri að Steingrímur færi svo að leggja fram þetta Iceslave samkomulag fram fyrir Alþingi og almenning, hvar er "allt á borðum" núna ha?
Þvílíkur hræsnari sem þessi maður er og gunga, að þora ekki að leggja þetta fram strax og leyfa almenningi að vita raunverulegu stöðuna. Er hann kannski aðallega að hugsa um að ná endurkjöri? Strax núna rétt eftir kosningar?
Vilja að matsfyrirtæki segi álit á Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)