Afhverju er ríkið að fjármagna stjórnmálaflokka?

Ég sé enga rökrétta eða lýðræðislega ástæðu fyrir því að stjórnmálaflokkar eigi að vera fá fjármuni úr ríkissjóði. Til hvers í ósköpunum erum við að niðurgreiða einhverjar uppeldisstofnanir fyrir pólitíkusa sem virðast hugsa um sjálfa sig og vini sína ásamt heittelskuðum flokknum fyrst og fremst?

Ég er ekki frá því að þessi ríkisstyrkur geti einnig verið ósanngjarn gagnvart nýjum framboðum. Og þar sem að oft er vitnað í auglýsingar og að þessi styrkur sé vegna kostnað við þær. Þá vil ég spyrja af fyllstu alvöru, hvaða fábjáni kýs eftir auglýsingu flokks? Hvaða fólk er svo hrikalega einfalt eða metur atkvæði sitt svo lítið að það kýs flokk eftir bestu auglýsingunni? 

Að mínu mati má bæta einu núlli á bakvið þessa tölu Kristins H. og þá verð ég ánægður. Það á ekki að líðast lengur að flokkar og fylgifiskar pólitíkusa geti lifað af ríkinu á þennan hátt.


mbl.is Vill lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband