Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2008 | 13:14
Best að prófa að blogga og þá um bloggið
Ég var að skoða mig um á mbl.is og sá þar listann sem hægt er að fá yfir vinsælustu bloggin. Minnz er í 334. sæti
En það var ekki það sem vakti athygli mína á þessari síðu heldur aðsóknartölurnar í heild sinni. Og þá sérstaklega tölurnar um gesti per dag. Þessi tala er fyrir vinsælustu bloggin um 2.400 gestir. Sem ég verð að viðurkenna að kom mér á óvart, ekki há tala þarna á ferð. Ég hef verið einn af umsjónarmönnum spjallvefs sem fékk um 5.000 - 7.000 gesti á dag lágmark og þykir ekki sérstaklega stór síða. Þannig að ég hélt að hinir netvæddu Íslendingar ættu að geta náð amk 10.000.
Þetta vakti mig líka upp varðandi það að íslenskir bloggarar eru þrýstihópur. A.m.k er hér hópur sem fær töluverða athygli og umfjöllun á skrifum sínum í fjölmiðlum miðað við fjölda. Og þá er ég að tala um fréttir sem fjalla um hluti sem hafa farið um bloggheiminn, bloggheimurinn þetta, bloggheimurinn hitt.
Ég skil það að miðill sem býður upp á instant og víðtæka birtingu skuli njóta vinsælda og hafa áhrif en mér finnst samt að +2.400 gestir per dag ekki réttlæta þau áhrif sem manni finnst vera upplifa hérna.
Þetta gæti verið rugl í mér en mér finnst fjölmiðlar þurfa að fara að vara sig á því sem fólk segir hér á netinu, blogginu. Því að það sem einkennir bloggmenninguna í heild sinni er hvað fólk er óhamlað og eðlilegt í skrifum sínum á blogg. Fólk skrifar oftast á síður sínar líkt og það sem það segir við hvert annað á kaffistofum eða einkasamræðum. Bloggmenningin er í það hraðri útbreiðslu hér á landi að fólk hefur ekki haft tíma til þess að venjast því að þetta er fjölmiðill og að aðrir fjölmiðlar lesa þetta og breiða boðskapnum út.
Það sem þetta raus í mér er um er bara það að mér finnst að fólk þurfi að fara mun varlega með skrif sín. Ég er hins vegar algjörlega á móti hverskonar hömlum eða ritskoðun af hálfu stjórnvalda á netinu. Netið er nánast síðasta frjálsa svæðið sem ég get ímyndað mér. Þetta er enginn paradís en ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta er yndislegt fyrirbæri, get ekki lifað án þess
Bleh ætla að læra meira fyrir prófið núna á eftir....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2008 | 01:02
Íslenskir bloggarar...
Útlendingar eður ei þá er þetta hræðilegur glæpur sem ég vona að verði tekið á á réttan hátt.
En hins vegar þá kemur mér á óvart þessi viðbrögð bloggaranna á MBL.is
Ég gerði mér nefnilega alls ekki grein fyrir því hversu útlendingahatur er orðið útbreitt á Íslandi. Og fyrir það skammast ég mín. Þetta er ekki það land sem að ég var stoltur að búa í og monta mig af við erlenda kunningja á netinu. Þetta eru alls ekki þau þroskuðu viðbrögð sem ég hélt að stóískir íslenskir þegnar myndu sýna.
Það virðist sem að glæpir séu orðnir svið erlends fólks, láglaunastörf og glæpir. Þetta er þjóðtrúin nú til dags og ég endurtek að ég skammast mín.
Mér finnst að þetta sýni bara að það er þörf fyrir ennþá harðari fræðslu um innflytjendur og mun meiri umræðu í þjóðfélaginu og fólk þarf að kynnast innflytjendum persónulega.
Íslendingar geta alveg verið öruggir um að flestir nauðgara, dópistar, morðingjar, ræningjar og árásarmenn eru ennþá Íslendingar. Þjóðernissinnarnir geta huggað sig við það.
Skammist ykkar.
![]() |
Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
7.3.2008 | 20:54
bleh...
Keyri um á díseljálk sem ekki telst eyðslumikill.....en þetta er orðið meira en brandari. Ríkið vogar sér að láta eins og ekkert sé að....
Þetta er svolítið einkennandi fyrir Árna Matt og Geir Haarde að þegja og svara ekki í símann. Þetta er svolítið svona þegar maður sér að Gallup eða einhver af þessum dæmum er að hringja og maður sleppir því að svara.
En þvermóðskan vinnur eins og venjulega og þessir menn eru kjörnir á Þing aftur og aftur og aftur.......
Og íslenskur almenningur......jahérna við gerum ekkert nokkurn tímann þegar gert er á okkar hlut. Það er nefnilega svo hallærislegt að mótmæla eins og bjáni. Það skilar engu.....
![]() |
Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.3.2008 | 02:45
Gamli Skólinn flottur

![]() |
Menntaskólinn á Akureyri kominn í úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 00:21
Vill Bjössi djobbið?
Spurning þegar það líður að því að kjörtímabil ríkistjórnarinnar verður hálfnað 2009 og eins og margir eru sannfærðir um að Björn Bjarnason verði látinn fara úr dómsmálaráðuneytinu í staðinn fyrir nafna sinn Benediktsson?
Þá væri kjörið fyrir X-D að auglýsa eftir að ráða Borgarstjóra og eftir smá humm og hey að ráða eina "hæfa" manninn sem gæti orðið Björn Bjarnason, loksins orðinn borgarstjóri
smá djók
![]() |
Brýnt að flokkurinn komist úr þessari stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 23:54
Reykvíkingar eru svo....
heppnir að valdabaráttan er svona stór partur þarna hjá þeim, ekkert annað gerist í borginni á meðan. Annað en hér fyrir norðan þar sem að bæjarráðið samþykkir nær allt samróma, og ekkert gerist á meðan.
Og fyrir ykkur sem ekki skilja þá er þetta kaldhæðni, pólitík er viðbjóður.
![]() |
Opið hver verður borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 01:20
Vá
Þetta er ótrúlegt.
Ekki fatakaupin heldur hvernig Framsókn er einhvern veginn á hraðri leið til sjálfseyðingar. Það er ekkert jákvætt í fréttum um þennan flokk, Bingó lýgur, tapar meirihlutanum, sakaður um að vera undirförull andskoti o.s.frv.
Hvað næst? Komumst við kannski að því að Guðni hafi verið á laun búinn að draga að sér fé til þess að rækta norskar beljur í þeim tilgangi að vera undan öðrum kúabændum í mjólkurframleiðslu?
Held að ekkert gæti komið fólki á óvart varðandi þetta lið lengur...
![]() |
Keyptu föt fyrir tæpa milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 21:29
Hneyksli, hvaða íslendingur...
...hefur ekki lagt sig á Kastrup flugvelli?
Gerði það nú bara í sumar síðast, kom af skeldunni og þurfti að ná vél sem fór um morguninn. Mættum félagarnir um miðnætti og skiptumst á að leggja okkur. Fullt af öðru liði þarna líka sem var við svipaða iðju.
Og það að segja að ein ástæðan sé vegna þess að fólk sé að elda sér mat er fáránleg. Ef þú hefur mannskap til að henda fólki út þá ættirðu að hafa sama fólkið til að passa upp á svoleiðis. Plús það að ég skal skrifa á nokkrum tungumálum á skilti sem bannar eldamennsku í flugstöðinni.
![]() |
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 00:24
pffft nefndir eða kunningsskapur....
Það skal enginn segja mér að Þorsteinn hafi fengið þessa skipun útá neitt annað en pabba gamla.
Kunningjaskapur og atvinna hafa lengi vel átt samleið, hver kannast ekki við að hafa verið reddað vinnu af foreldrum eða vinum?
Ég fékk eina bestu vinnu mína í gegnum karl föður minn og kom í ljós að hún hentaði mér snildarlega og átt fínt við mig. kannski á það eftir að koma í ljós með Þorsteinn hver veit?
En annað mál er að mér var ekki redduð vinna í OPINBERT embætti....það er annað mál og þar finnst mér kunningsskapur ekki eiga að ráða ferðinni...
![]() |
Árni segist munu skila ítarlegum rökstuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 00:32
ehh....Baggalútur?

![]() |
Útgefanda vantar ljósritunarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)