14.5.2008 | 10:11
Þvílíkt bull
ohh enn eitt bæjarfélagið ákveður að vera með fáránleg aldurstakmarkanir. Og segið mér ekki að 22 ára fólk sé ekki fullorðið. Skv. okkar samfélagi er fólk orðið fullorðið (en ungt) við 18 ára aldur.
Þetta er ennþá heimskulegra í ljósi þess að ég kannast við fólk sem varð foreldrar eða stofnaði sína fjölskyldu um eða undir 20 ára aldri.
Þetta eru heimskulegar reglur sem bæjarstjórn heimabæjar míns fann upp. ,,Akureyraleið" bleh þetta er vitlaus leið sem fælir fólk frá. Ofneysla áfengis og læti geta líka fylgt fólki yfir 23 ára aldri því miður. Kannast við það líka.
Æi ég þoli bara ekki hömlur af þessu tagi sem að auki eru ekki gáfulegar né að skila tilætluðum árangri. Þetta er léleg lausn á vandamáli sem hægt væri að leysa með meiri gæslu (peningar).
Plús það að ,,Írskir dagar" svona hljóma strax eins og hátíð þar sem ætlast er til að fólk drekki og drekki og drekki og njóti írskrar menningar sem ef að ég man rétt einkennist dulítið af drykkju vegna sögulegra ástæðna sem ég nenni ekki að fara út í hér.
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að lesa bókunina í heild sinni, ekki það sem misvitrir blaðamenn draga hluta efnis út til að koma af stað deilum. Bókunin er eftirfarandi: " Aðgangur verði takmarkaður við fjölskyldufólk eða einstaklinga 23 ára eða eldri.”Ef þú ert með fjölskyldu, því fellur þú og fjölskylda þín ekki undir þetta aldursákvæði!!Og fyrir óbundna:Það er eitt sem þarf að skilja, að til að hafa lög og reglur í lagi, þá þarf stundum að koma böndum á kringumstæðurnar. Skemmtilegur enskur málsháttur: "Til að búa til eggjaköku, þá þarf að brjóta nokkur egg." ("To make an omelett, you need to break few eggs.") Þá er ýmislegt gert sem fólk þar einfaldlega að sætta sig við. Hraðatakmarkanir á þjóðvegum eru ekki sett heiðvirðum ökumönnum til höfuðs, heldur hinum bjánunun sem aka eins og fábjánar. En það þurfa allir að fara eftir þeim reglum!Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.