Djúpa Laugin

Var að velta fyrir mér ýmislegu, sumt er hæft fyrir blogg annað ekki. Eitt atriði er hvað ég ætla að gera á næstu árum, markmið? Þarf fyrst að átta mig á því hvað ég vil...sem er ekki neitt ákveðið nema að mig langar í virkara félagslíf....asnalegt markmið? Mögulega. En mér finnst ég vera nokkrum árum á eftir öllum. Þetta er svo asnaleg tilfinning að líta í kringum sig og sjá allt þetta fólk sem maður var með í skóla eða jafnaldrar manns og sjá fólk komið með börn, fjölskyldur og hjón sum þeirra. Jafnvel fólk sem er búið að skilja.

Ég? Fluttur aftur á Hótel Mömmu á meðan ég klára B.A. ekki alveg þar sem ég ætlaði að vera um hálfþrítugt.

En já djúpa laugin. Munið eftir þeim þáttum? "Dating" þættirnir sem ég hataði vegna þess hve væmnir og tilgerðarlegir þeir virtust?

Vildi að ég gæti séð þá núna. Þarf tips, kann ekkert í þessu. Og mér finnst ég vera svo eitthvað seinþroska eða vanþroska í þessu. Hef verið að lenda í því að þurfa að tala við stelpur eða bara gert það en finnst ég aldrei hafa neitt að segja og kann ekki eða get ekki viðhaldið samtalinu og fer þá út í fíflaskap með asnalega og barnalega stæla. Það er einhverskonar varnarháttur hjá mér. Leið til þess að breyta samtali eða aðstæðum úr mögulega einhverju "alvarlegu" (einhverju sem mun breyta áliti manneskjunnar á mér) og hliðra kvíðanum til...

Ég skil veikleika minn, ég veit hvernig á að taka á honum, ég get séð fram á bata, ég átta mig á kostum þess að ná mér. En ég get ekki framkvæmt hlutina þ.e.a.s. ég vil það og get það en geri það samt ekki.

Aðgerðarleysið er önnur hliðrun til þess að spara mér andlegan sársauka, heilinn passar upp á sína og minn er víraður þannig að hann lítur á þennan verk eða kvíða sem ógn og "verndar" mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband