Færsluflokkur: Bloggar

Þegar skipastjórinn strandar skútunni...

...er þá ekki yfirleitt skipt um skipstjóra? Sérstaklega þegar flestir eru sammála að hann hafi nú kannski ekki alveg verið með hugann við að stýra. Venjulega er hann leystur frá störfum og haldin sjópróf...en Geir H. Haarde er ekki svoleiðis onei.

Hann kann ekki að skammast sín.


mbl.is Óttumst ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Forsætisráðherra, ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

Akureyri 10.11.08

 

Góðan daginn.

Þetta bréf er ritað vegna ummæla hæstvirts forsætisráðherra Geirs H. Haarde í Morgunblaðinu sem birtust í dag. Þar segir Forsætisráðherra: "Fólk sem ber sig eftir upplýsingum á að geta fengið þær," 

 Þetta bréf er því tilraun mín til að bera mig eftir upplýsingum. Það ber að taka fram að þetta bréf og efni þess er ekki trúnaðarmál eða persónulegt mál heldur opið bréf sem birtist á mbl.is ásamt svörum sem kunna að berast.

Það sem upplýsingar skortir um eru eftirfarandi atriði:

  • Hver er raunveruleg staða lánsins frá IMF og fyrirstaða þess? Er það þóf og kröfur frá Bretum og Hollendingum eða lán frá öðrum þjóðum sem ekki ganga upp? Eða er þetta samspil þessara tveggja mála?
  • Hver er ástæða forsætisráðherra og flokks hans fyrir að leggjast gegn aðild að ESB og Evrunni? Ekki bara vegna núverandi ástands heldur almennt. Af hverju hefur ekki verið kallað til kosninga um hvort að fara eigi í það verkefni að skoða aðild, kosti hennar og galla?
  • Hvaða aðgerðir aðrar en Félags- og tryggingarmálaráðherra eru komnar á framkvæmdarstig? Hvaða aðgerðir verða komnar í framkvæmd fyrir næstu mánaðarmót? Er einhver langtímastefna í mótun og ef svo er hver er hún?
  • Verður verðtryggingin, sem ekki tíðkast í nágrannalöndum okkar, afnumin hér á landi? Óumdeilanlegt er að hún myndi hjálpa heimilum landsins á kostnað lífeyrissjóðanna. En hins vegar myndi þessi aðgerð færa okkur mun nær þeirri aðstöðu sem fólk býr við í löndum í kringum okkur og hún myndi létta verulega á heimilum landsins. Er hægt að afnema hana á þessu ári og gera Íbúðarlánasjóði og bönkunum að afnema hana á lánum eftir óskum skuldara?
  • Þúsundir fólks hafa mótmælt undanfarna daga því að samskipti Ríkisstjórnarinnar um aðgerðir og ástand mála séu mjög slæm. Kemur til greina að koma á fót daglegum eða vikulegum blaðamannafundum þar sem einhver fulltrúi ríkisstjórnarinnar fer yfir málefni og svarar spurningum. Vil benda á að þetta fyrirkomulag er til staðar í fjölda löndum í Evrópu og í heiminum öllum. Ef þetta er hægt hvenær yrði það þá gert?
  •  Það er ljóst að ástand efnahagsins hefur gjörbreyst og allar forsendur síðustu Alþingiskosninga eru brostnar. Verður boðað til kosninga á þessu eða næsta ári? Hvenær þá? 
  • Í ljósi vantrausts u.þ.b. 90% aðspurðra í könnun um traust á núverandi Seðlabankastjórn er henni stætt að sitja áfram? Afhverju þá?
  • Í ljósi stigvaxandi mótmæla almennings í garð meðhöndlunar ríkisstjórnar og Alþingis ásamt stofnunum er þeim tilheyra. Er þá ekki eðlilegt að telja að umboð þessara aðila til að stjórna landinu sé hverfandi eða horfið? Ef ekki, afhverju? Hefur álit meirihluta almennings ekki áhrif á það hvort að ríkisstjórnin telji sig geta setið áfram?

Þetta er brot af þeim spurningum sem almenningur hefur en ég hef valið úr til þess að bera mig eftir svörum á fyrir hönd almennings í landinu. Skjót og nákvæm svör við þessum spurningum eru vel þegin og álitin nauðsynleg fyrir ró og vellíðan fólks í landinu sem er uggandi vegna framtíðarinnar. Öll svör er berast vegna þessa bréfs verða birt á vefsíðu minn á blog.is, slóðin þangað er þessi hér http://skastrik.blog.is/

Með kveðju
Ásgeir Jóhannsson

Meiri spuni um "ástandið"

Verð að vísa á þessa frétt. Það er alveg ánægjulegt að sjá að Bjarni er ekki alveg veruleikafirrtur þegar hann talar um að krónan sé ólíkleg til stórræða í framtíðinni. Annað er hins vegar um þessa línu hér hins vegar:

Þrátt fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hrapað á undanförnum mánuðum vegna ástandsins segir Bjarni Geir enn njóta mikils trausts þjóðarinnar.

Er hann með þessari setningu að segja að Davíð beri ábyrgð þá á fylgishruninu? Og að það eigi að fórna honum?

Miðað við það sem ég heyri dags daglega í mínu lífi meðal fólks er á allt aðra leið en þá að Geir eða nokkur annar Sjálfstæðismaður á þinginu (reyndar allir þingmenn almennt) njóti nokkurs trausts almennt...Einn maður sagði að hann myndi ekki treysta Geir fyrir því að viðra hundinn sinn! Þannig að ef þetta er sú mynd sem Bjarni hefur af áliti fólks á Geir þá held ég að hann hafi verið lokaður full lengi inni á þingi eða tók hann kannski bara ekki eftir því að nokkur þúsund manns hafa fundið sig knúin til þess að mótmælaá laugardögum undafarnar vikur?

 

Spunameistarar...ég hata þá. Sannleikurinn er ekkert í þeirra augum nema óþægindi.


Þessi hitti naglann á höfuðið

Held að hún ætti að vera að "skoða" málin fyrir ríkisstjórnina. Allavega kemur hún fram og ber kennsl á vandann án þess að þurfa að vinna meira að því að skoða málin til þess að loks eftir 2-3 mánuði segjast hafa borið kennsl á aðalvandamálið...

Ég er orðinn endanlega úrkula vonar að Geir og hans fylgifiskar hafi nokkra hugmynd um hvað sé í gangi og hvað þarf til þess að lagfæra málið. Skil ekki viðnám hans við því að vísa Davíð og samstarfsmönnum af vellinum og fá einhverja sem fólk treystir til verksins eins og Gylfa Zoega eða Jón Daníelsson. Allavega einhverja aðra en nú sitja þar.

Krónulufsan okkar á að fara í sína votu gröf sem fyrst. Búin að endast í heil 30 ár í núverandi mynd. Tími til kominn að yngja aðeins upp held ég.


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu, bíddu aðeins...

Þessi afsökun Geirs stenst ekki því að önnur lönd vildu ekki lána okkur fyrr en að IMF væri komið í leikinn og núna stendur á IMF vegna þess að þeir vilja lán frá öðrum löndum?

Eru afsakanir forsætisráðherra ekki komnar í hring? Og þetta um að neita að tala um skilyrðin vegna trúnaðar er hreinasta lygi. IMF hefur sjálft sagt að þeirra vegna sé engin trúnaður, ríkið megi alveg greina frá þessum skilyrðum.

Vá, hvernig útskýrir maður það fyrir erlendum vinum og kunningjum að maður búi í lýðræðisríki eins og þeir þegar þeir horfa upp á farsa eins og þennan? Og ráðherrar og embættismenn neita að víkja sæti þegar almenningur krefst þess, það er óheyrt í nágrannalöndum okkar. Reyndar bara óheyrt í öðru en einræðis- og harðstjórnarríkjum.

Ef að IMF lánið kemur út sem kúgun eða við verðum að hætta við það út af því, þá er komið nóg og þá verður að fjarlæga núverandi ráðamenn með valdi ef þörf krefur. Ég efast um að ég er sá eini sem er farinn að álíta sem svo að heygaflar, kyndlar, tjara og fiður sé farið að líta út sem vænlegasta lausnin. Því enn sem komið er hefur þessi ríkisstjórn ekkert gert nema sagst vera að skoða eða vinna í málinu. Heill mánuður er liðinn frá hruni bankanna og vitað var um stefnu bankanna í MARS. 

Mér sýnist með hverjum degi að núverandi ríkisstjórn sé ekki partur af lausninni heldur vandanum.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ok, þá borgum við ekki heldur

Ég er orðinn mjög opinn fyrir þessari hugmynd sem hefur verið að ganga að tilkynna bankanum mínum um næstu mánðarmót að ég vilji sömu kjör og þessir aðilar ella borgi ég barasta ekki krónu meir.

Þarf að fara hvort eð er niðrí banka því debetkortið lenti í þurrkaranum Blush


mbl.is Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærir af reynslunni þessi

Ég átti satt best að segja enganveginn von á þessu frá honum Boga. En mér þykir það ljóst af þessari yfirlýsingu hans að hann telji að innlendir aðilar (og hann þar með talinn) séu ekki hæfir vegna tengsla eða kunnáttu til þess að rannsaka þessi mál sem hér um ræðir.

En það sem meira er þá held ég að hann sé að gefa hér tóninn fyrir því að ekki verði hér önnur margra ára "Baugsmál" á ferðinni. Að þetta skuli hafið yfir allan vafa og getgátur. 

Furðulegt hverjir koma manni ánægjulega á óvart á þessum tímum.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ég er hræddur um að gerist...

Þessi mynd hér að neðan er það sem ég er mest hræddur um að gerist ef að við förum í þessar rannsóknir og sakfellingar með Sjálfstæðisflokkinn undir stjórn Geirs H. Haarde í forystu Ríkisstjórnar.

Geir er maður sem heldur upplýsingum fyrir sjálfan sig og er búinn að sýna það og sanna síðasta árið að hann er meira en tilbúinn að sleppa því að segja frá mikilvægum hlutum, halda leynd yfir alvarlegum málum og bókstaflega ljúga að þjóðinni ef hann telur þörf á því. Hann er ekki til að láta mann, sem er búinn að vera kjaftfor og með yfirlýsingar sem hafa skaðað Ísland, fara úr Seðlabankastjórastól. Hann hefur ekki einusinni minnst á FME í einu orði varðandi ábyrgð.

Ég hef því þá trú að niðurstöður hverrar hvítbókar sem gerð verður undir vökulum augum hans og fjallar um hann og hans vini muni ekki líta dagsins ljós nema eftir ítarlega skoðun hans og þeirra sem hann skýlir.

Þetta eru þungar ásakanir hjá mér enda hef ég bara enga ástæðu lengur til að halda annað um manninn. Hann á að segja af sér og láta næsta mann í röðinni taka við. Annað hvort það eða kosningar þar sem hann og flokkur hans fengi dóm almennings beint í andlitið.

  Hvítbókin í framleiðslu...


mbl.is Rannsaka sig sjálfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallarbylting í Valhöll?

Er Þorgerður nægileg valkyrja til þess að velta þursinum Geir úr sessi?

Ahh að geta notað svona líkingar um ástandið, ljós í myrkrinu. Smile

 

En já það er áhugavert hvað hún Þorgerður hefur þorað að vera virk og opinber í þessari andstöðu sinni við Geir Haarde. Það var alltaf sagt áður fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og ríki inn í ríkinu og að ásjóna hans út á við yrði að vera merki um samstöðu. Þ.e.a.s. að ef fólk var ósátt innan flokksins að halda þeirri deilu innan flokksins og ekki að sýna nein merki um sundrung.

Það virðist sem að þessi regla sé búinn að vera. Geir sætir þrýstingi frá öllum hliðum, Davíð á móti IMF, Þorgerður Katrín vill skoða ESB, Samfylkingin vill Davíð burt og inn í ESB og gamlir spunadoktorar eins og Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson lýsa yfir efasemdum um stefnuna sem tekin hefur verið varðandi efnahagsþrengingar...

Hvað verður dropinn sem loksins fyllir mælinn? Hvenær springur Geir? Og hvernig verður sú sprenging? Segir hann af sér, boðar til kosninga eða situr sem fastast eftir að hafa urrað á alla þessa aðila og sýnt hver sé einræðisherrann?

Líklegast þó er að Geir H. Haarde geri það sem hann ætlar að gera að því eftirminnilegasta um sig:

 Bíði, sjái til og geri ekki neitt...


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf hann að koma aftur?

Og afhverju er hann að gefa út gemsa númerið sitt? Síðast þegar hann talaði svona international fór ekki vel. Best að þeir fái hann bara gefins uppí innistæðurnar sem glötuðust.
mbl.is Segir Árna hafa lofað að heimsækja Guernsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband