Færsluflokkur: Bloggar

Nú... Bara líf í Samfylkingunni ennþá...

Eru snillingarnir loksins búin að átta sig á því að þau hafa í raun Sjálfstæðisflokkinn allan (að undanskildum gömlum formanni og fráfarandi formanni auk hirðar þeirrar) að baki sér í þessu máli?

Ég veit um nokkra harða Sjalla sem í alvörunni voru að hugsa um að þurfa að kjósa samfó næst til þess að ná þessu atriði fram. Enda dulítið ljóst að núverandi fyrirkomulag gengur ekki lengur. Stöðugleiki í efnahagslífinu á skerinu hérna er enginn, annað hvort allt í þenslu eða að fara niður í gegnum botninn hans Geirs.

 

Ótengd þessu beint, þá finnst mér tími til kominn að við á Íslandi förum að íhuga það að setja takmörk á setu fólks á Alþingi. Þarna hefur fólk setið í mörg ár jafnvel áratugi og segir ekkert og virðist ekkert gera nema þiggja laun. Og ég er ekki að meina ræður, sumir þingmenn hafa ekki einu sinni komið að lagafrumvarpi á heilu kjörtímabili, eru bara í nefndum. Fylgjast ekki með framkvæmdarvaldinu heldur vinna fyrir það!

Ég er á þeirri skoðun að við ættum að setja takmörk á árafjölda þann sem þingmaður má sitja á Alþingi samfleytt eða bara yfir höfuð. 8 ár eða 2 kjörtímabil koma upp í hugann. Sama ætti að gilda um ráðherra. Einnig er spurning hvort að við ættum að kjósa sérstaklega til ríkisstjórnunarmyndunar eða að hún yrði að vera skipuð fólki sem ekki ætti sæti á Alþingi. Svo er enn einn spurning um hvort að við ættum að byrja að kjósa á 2 ára fresti 25-30 þingsæti í senn þannig að þingmenn væru í tveim til þremur flokkum sem hver sæti eitt 4 ára kjörtímabil og svo endurkosinn. Til þess að auka nýliðunina og minna þingmenn á að þeir eru að þjóna kjósendum sínum en ekki að sækjast eftir ævistarfi og eftirlaunum og einnig til þess að ekki myndist smákóngar á Alþingi eins og nóg er af núna í a.m.k. einum flokki. 

Í alvöru við verðum að fara að skoða allt þetta kerfi okkar. Að einn flokkur hangi í ríkisstjórn í 17 ár með eiginlega alveg sama fólkið er ekki eðlilegt.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góðar líkur!?!?!

Bíddu eru þessi lán ekki upp á líf og dauða fyrir íslenskt hagkerfi? Gat Geir ekki ekki fengið betri svör en þetta? Síðast þegar Geir sagði að eitthvað yrði líklega í lagi var það um gjaldeyrismarkaðinn með krónuna, sem er ennþá í lamasessi.

Þannig að þið skiljið kannski að maður er ekki sáttur lengur við svona loðin svör. Og afhverju greinir hann ekki frá IMF áætluninni núna fyrst að IMF er okey með að Ríkið segi frá henni sín vegna, voru það ekki rök Geirs að: "Halda trúnaði við stjórn IMF".

 

Þvílíkur trúður...


mbl.is Góðar líkur á lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmm, ekki versta hugmynd karlsins...

Vegna þess að með þessu tækjum við upp danska krónu (aftur) sem er með fast gengi við Evruna, þannig að við værum óbeint að taka upp evruna...þori að veðja að hann hugsaði ekki út í það karlinn.
mbl.is Árni Johnsen vill færeyska krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlum við að þola þennan sirkus lengi?

Í alvöru talað! Við erum afkomendur víkinga og fólks sem reis upp gegn því sem það taldi óréttlæti Haralds Hárfagra Noregskonungs! Við vildum ekki undir konungi vera þannig að við stofnuðum eitt fyrsta vestræna lýðræðissprotann hér í Norður-Atlantshafinu miðju. Ætlum við virkilega að láta koma svona fram við okkur? Er þrælsgenið frá Írskum og Skoskum þrælum Víkinganna svona sterkt?

Eða ætlum við bara að flýja land aftur? Forðast það að taka á vandamálinu af fordæmi forsætisráðherra okkar Geirs H. Haarde?

Ótrúlegt en satt þá ber honum að segja okkur, fólkinu sem hann hefur umboð sitt frá, satt og heiðarlega frá því sem hann er að gera í okkar nafni og hefur bein áhrif á okkur og okkar hag. Þetta er ekki hans einkafyrirtæki, einkaklúbbur sem hann og vinir hans eiga og stjórna sko...

Hvað ætlum við svo að gera? Krefjast kosninga? Taka franska stílinn á þetta?  Í alvöru talað það er ekki oft sem maður skammast sín hreinlega fyrir að vera Íslendingur en þessi roluháttur í landanum, fjölmiðlamönnum, alþingismönnum og almenningi verður að hætta. Þið berið líka ábyrgð, og sú ábyrgð er að kalla þá sem stjórna ríkinu til ábyrgðar og að fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hver staðan er og hvað á að gera henni til útlausnar. 

Ég skal spyrja ef þið viljið, það getur hver sem er gert það, en það þarf að gera svarandanum ljóst að hann kemst ekki upp með undanbrögð því nú sé öll þjóðin að spyrja hann.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nohh, minn bara bjartsýnn aldrei þessu vant?

Ég held að þessi forsætisráðherra "okkar" sé nú kannski ívið það bjartsýnasti með þessari staðhæfingu, mig grunar nú að þetta verði okkur aðeins dýrkeyptara en það. Sérstaklega ef hann tekur mikið fleiri ákvarðanir um efnahaginn okkar.

Minni bara á að hann taldi ekki þörf fyrir neinn aðgerðarpakka, daginn eftir varð það ekki þá gerðist eitthvað? Eitthvað sem já hrundi...

Og mér sýnist hann hafa farið hálfgerða fíluferð og komi aftur með lítið í farteskinu annað en ánægjuleg samtöl við skandinava... 


mbl.is Geir sagður óttast fimm ára bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hah! Árni misskildi sjálfan sig!

Miðað við viðtalið sem sýnt var af Árna í Leifsstöð og svo samtalið við Darling er það ljóst að Árni sagði við Darling að við myndum ekki og líklega gætum ekki staðið við skuldbindingar skv. EES ákvæðum.

Ég er líka hissa á hvað Árni eyðir miklum tíma af þessu samtali í það að vísa í eitthvað bréf og að segja óbeint: "mitt fólk talar við þitt fólk". Darling hins vegar spyr hnitmiðaðara spurninga og virðist hafa sett sig betur inn í málið. Árni er hinsvegar að reyna koma sér hjá því að svara.

Mér sýnist að ef einhver misskildi einhvern þá var það dýralæknirinn sem misskildi sjálfan sig...


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meh, las þetta í erlendum fjölmiðlum....í gær

Íslenskir ráðamenn að bregðast við erlendum fréttum en segja ekki neitt. Hvernig væri það að við værum eins og ameríkanar eða evrópubúar sem minnka fylgi við stjórnmálaflokk ef hann segir frá því sem hann er að gera eða sinnir ekki upplýsingaskyldu sinni.....í evrópu gera þeir jafnvel það að sturta mykju við þinghús ef þeir eru ekki sáttir.....hvar fær maður mykju á þessum árstíma með litlum tilkostnaði? engir peningar, kreppa sko...
mbl.is Krónan tifar á mjóum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona erfitt?

Ef það væri einhver önnur leið útúr þessum hamförum þá væri verið að vinna að henni í stað þess að vera að vinna að IMF. Þannig að þetta er okkar síðasta hálmstrá. Þannig að þessi seinagangur og þrjóska í Geir og sjöllum er fáránleg. Maðurinn segir meira að segja að það er ekki búið að taka opinbera afstöðu!?!?!

Minnið mig aftur á afhverju þessi gaur er í ríkisstjórn? Hann virðist allavega ekki vita neitt þannig að var hann skipaður eða á hann einhverja vini? ÆI já hann var KOSINN! 

 

Við erum nú meiri fíflin...


mbl.is Ríkisstjórnarfundi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna þess að Árni Matt sótti ekki um eða?

Nei ég bara spyr.....sóttu ekki 40-50 manns um þetta jobb? Hlýtur einhver að hafa verið hæfur meðal þeirra...
mbl.is Ráðningarsamingur við Friðrik framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðargreiðslu!

Hef alltaf verið fyrir svoleiðis ákvarðanartökur, vinur minn benti mér eitt sinn á stjórnkerfi Sviss. Ég varð agndofa yfir þeim fjölda atkvæðagreiðslna sem eiga sér stað, fólk hefur aktuelt eitthvað að segja þar í landi, og ekki er Sviss illa sett?

Sjallarnir eru skíthræddir um að þjóðaratkvæði setji fordæmi um færslu valds frá framkvæmdarvaldi (þeim) til fólksins. Geta ekkert nema reynt að hanga í Alþingissætin og gera ekkert annað þess vegna.

 


mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband