Færsluflokkur: Bloggar

Hverju er hann aftur að mótmæla?

Ég verð að viðurkenna það með fullri virðingu fyrir manninum að ég bara man ekki eftir því hverju hann er nákvæmlega að mótmæla.

Og með tilliti til mótmæla trukkara hér á landi þá vil ég benda á að þessi aðferð að standa þögull og rólegur tekur nokkur ár eða áratugi að vekja athygli og ennþá spurning um árangur...

Virk mótmæli þykja hallærisleg sérstaklega þegar þau bitna á fólki sem er í raun sammála mótmælendunum, róleg og passive virka ekki og undirskriftalistar enda í tætaranum...

Gott að búa á Íslandi ekki satt?


Whistling


mbl.is Rokkað til heiðurs Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig að takmörkin standast ekki

Þannig að takmörkin standast ekki stjórnarskrár ákvæðið um setningu og ákvarðanir um skatta?

Og tollararnir eiga ekkert að vera að krefjast kvittana og spyrja hvað hlutir hafi kostað. Né vera að banna manni að taka eins mikið áfengi í duty free eins og manni sýnist? Devil

OG ÆTLIÐI AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ SVONA Í FLEIRI FLEIRI ÁR!!!!

 

Hefði þá tekið nokkra kassa af öli með mér í gegnum tollinn síðast.....


mbl.is Reglugerð um „tollinn" hefur ekki lagastoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaaa?

Maður fær það á tilfinninguna að himininn sé að falla og heimsendir í nánd þegar Björn Bjarna byrjar að tala um einhliða upptöku Evrunnar eða bara um Evrópumálin almennt.

Mér er spurn hvort að það sé einhver klofningur innan Sjallanna eða hvort að búið sé að ákveða endanlega hvenær Björn víki fyrir Bjarna Ben. úr dómsmálaráðuneytinu. Mér finnst hann orða þetta þannig að þetta sé nákvæmlega á skjön við það sem Geir Haarde hefur áður sagt, þ.e.a.s. að við yrðum bara bananalýðveldi í augum Evrópu með einhliða uptöku á  €vrunni. 

Meh... 


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsla

Ég er það heppinn að eiga vini. Vini sem ekki allir vita af vandamáli mínu. Né hversu djúpstætt það er og aukaverkanir þess. Ég efast ekki um að ef ég myndi þora því þá myndi ég fá stuðning og hjálp frá þeim ef ég bæði um. Það versta er að mig dauðlangar í þennan stuðning og þessa hjálp!

Ég er að fara á límingunum síðastkastið vegna félagskvíðans vegna þess að mér finnst ég vera fastur í ástandi og sé að dragast sífellt aftur úr vegna þess. Dragast aftur úr? Jamm mér finnst allir aðrir vera að þróast, eldast og öðlast mun meiri reynslu en ég í að lifa lífinu. Og mér finnst þetta alltaf verða sýnilegra og sýnilegra.

Það sem er hins vegar verra en hræðslan við að spyrja vini mína, sumir mjög nánir, um hjálp er það að þessir vinir mínir muni akkúrat gera það sem þarf til og hjálpa mér á virkan hátt. Að ég þurfi loks að gera allt þetta sem ég óttast. 

Mótsagnarkennt ekki satt? 

Ég veit ekki hvað ég á að gera...og er ekki sáttur við það. Reyndar finnst mér það meira en ömurlegt. 


Djúpa Laugin

Var að velta fyrir mér ýmislegu, sumt er hæft fyrir blogg annað ekki. Eitt atriði er hvað ég ætla að gera á næstu árum, markmið? Þarf fyrst að átta mig á því hvað ég vil...sem er ekki neitt ákveðið nema að mig langar í virkara félagslíf....asnalegt markmið? Mögulega. En mér finnst ég vera nokkrum árum á eftir öllum. Þetta er svo asnaleg tilfinning að líta í kringum sig og sjá allt þetta fólk sem maður var með í skóla eða jafnaldrar manns og sjá fólk komið með börn, fjölskyldur og hjón sum þeirra. Jafnvel fólk sem er búið að skilja.

Ég? Fluttur aftur á Hótel Mömmu á meðan ég klára B.A. ekki alveg þar sem ég ætlaði að vera um hálfþrítugt.

En já djúpa laugin. Munið eftir þeim þáttum? "Dating" þættirnir sem ég hataði vegna þess hve væmnir og tilgerðarlegir þeir virtust?

Vildi að ég gæti séð þá núna. Þarf tips, kann ekkert í þessu. Og mér finnst ég vera svo eitthvað seinþroska eða vanþroska í þessu. Hef verið að lenda í því að þurfa að tala við stelpur eða bara gert það en finnst ég aldrei hafa neitt að segja og kann ekki eða get ekki viðhaldið samtalinu og fer þá út í fíflaskap með asnalega og barnalega stæla. Það er einhverskonar varnarháttur hjá mér. Leið til þess að breyta samtali eða aðstæðum úr mögulega einhverju "alvarlegu" (einhverju sem mun breyta áliti manneskjunnar á mér) og hliðra kvíðanum til...

Ég skil veikleika minn, ég veit hvernig á að taka á honum, ég get séð fram á bata, ég átta mig á kostum þess að ná mér. En ég get ekki framkvæmt hlutina þ.e.a.s. ég vil það og get það en geri það samt ekki.

Aðgerðarleysið er önnur hliðrun til þess að spara mér andlegan sársauka, heilinn passar upp á sína og minn er víraður þannig að hann lítur á þennan verk eða kvíða sem ógn og "verndar" mig.

Eðlilegt eða óeðlilegt?

Í fyrsta lagi, hverjum kemur þetta við? Þetta er hans/hennar einkamál væntanlega? Og ég á erfitt með að ímynda mér að nokkur ákveði að eignast barn í djóki?

Hvað varðar eðlilega þróun og röskun á sköpunarverki Guðs, Allah og allra hinna þá spyr ég á móti: Afhverju vorum við þá gerð fær um að geta framkvæmt þessa hluti?

Það er varla verið að meiða nokkurn í þessu tilviki, engin þvingun eða neitt í gangi og sæðið var útvegað löglega?

Kemur mér lítið við hvernig fólk eignast sín börn. Og kynlífshneigðir og -venjur annars fólks er ekki eitthvað sem ég pæli endilega mikið í.....opinberlega.

 

Þannig að þeir siðapostular sem virðast alltaf þurfa að öskra og predika heimsendi þegar eitthvað óvenjulegt og ókunnugt gerist geta farið að opinbera kyn sitt, kynlíf og barnauppeldi líkt og sumir virðast gefa í skyn að þurfi í þessu tilviki. 


mbl.is Karlmaður fæðir dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi merki öllsömul

Var um helgina á 10. Bekkjar reunion sem var nokkuð skemmtilegt og breyttist í bara nokkuð skemmtilegan Sjallaferð og það finnst mér til utantekninga að Sjallaferðir séu skemmtilegar. Vil þakka bara öllum sem ég hitti þetta kvöld fyrir dágóða skemmtun.

Ok plús helgarinnar búinn þá er það tuðið.

Allt þetta stúss með konur og karla og þennan "leik" sem fólk virðist standa í þegar það er að nálgast hvort annað í tilganginum sem lífið er sagt snúast um. Þ.e.a.s. fjölgun mannkynsins.

Sem félagsfælinn einstaklingur er þetta sem mér hefur aldrei fundist vera skiljanlegt eða að ég hafi nokkurn tímann getað lært. Það virðist fyrir mér sem að ég hafi misst af námskeiðinu "Stefnumót 101" eða álíka. Mér er sagt að ég hafi mögulega fengið vægt hint frá stúlku um helgina. Ég fattaði það ekki fyrr en á mándeginum......og verð að viðurkenna að það þykir mér mjög mjög MIÐUR. Ekki bara fyrir hvert þetta hefði getað leitt heldur að virðast vera blindur á þetta eða a.m.k mjög hægur að skilja það.

Hvernig á maður að bera sig að við að kynnast fólki almennt þegar maður virðist ófær um að þekkja eða meta einhver óskiljanlegar vísbendingar sem allir aðrir virðast hafa fengið skilning
á í vöggugjöf?!?!?!

Þess ber að geta að það var ekki feimnin í þetta skipti, áfengið stútaði henni. Þetta var reynsluleysi og einhver blinda sem ég veit ekki hvernig í andsk. ég á að bera mig að við að yfirvinna.

Það er ekki eins og ég sé að fá sénsa til þess að æfa mig. Og ég HATA þegar fólk segir mér að þetta sé einfalt, að ég bara segi: "Hæ hvað segir þú" eða eitthvað á þá leið. Þ.e.a.s þegar mér er bara sagt byrjunin og ekki hvernig ég á að vita hvernig mér gengur. Það er málið, ég veit ekki bara hvernig ég á að byrja, heldur líka hvernig ég á að halda áfram og hvernig ég met árangurinn.

Er kannski að ofgreina þetta allt saman en kommon ég er 26 ára aldrei verið í sambandi og algjörlega grænn greinilega á samskipti karla og kvenna...vantar að komast í hóp þar sem fólk kynnist eða eitthvað. Vantar að fara oftar út á lífið, vantar kunningjanet sem dregur mig í partý eða eitthvað. Allir jafnaldrar mínir og þar með langflestir vinir orðnir foreldrar og í samböndum eða hjónaböndum eða fluttir til RVK. Ekki illa meint samt þið öll :-)

Æi ég er að verða niðurdregin á að skrifa þetta. Bara kvartanir, hver vill lesa blogg með engu nema kvörtunum?

Stanford fangelsis tilraunin

Árið 1971 var gerð tilraun af manni er heitir Philip Zimbardo og hefur verið kölluð Stanford fangelsis tilraunin. Hún fólst í því að valinn var hópur sjálfboðaliða sem töldust vera það sem kallað er "andlega eðlilegir" semsagt bara normal fólk án alvarglega geðrænna kvilla akkúrat þá stundina.

S.s. tilraunin fór þannig fram að hópnum var skipt í tvennt, Fangar og Verðir. Útbúið var gervifangelsi og búningar og þess háttar. Vörðunum var sagt að þeir réðu og mættu gera nánast allt nema valda líkamlegum skaða eða tjóni. 

Í stuttu máli þá fór öll tilraunin úr böndunum, fangaverðir gengu hart fram í því að aga og refsa föngum fyrir allt jafnvel mismæli og mistök í talningu. Jafnvel rannsakandinn sjálfur sökk verulega í þennan hlutverkaleik og sá ekki vandamálið fyrr en kærasta hans benti honum á það þegar hún fékk að sjá hvað gekk á.

Þessi tilraun er oft notuð í sálfræðinni til þess að sýna hvað gerist þegar fólk fær í hendurnar vald eða þegar það er gert hjálparlaust gagnvart valdbeitingu.

Ég tel að lögreglan á Íslandi þurfi að líta aðeins á sjálfa sig frá sjónarhóli valdalausra borgaranna og að átta sig á því að sá sem hefur valdið hefur ekki alltaf rétt fyrir sér.

 

P.S

Núverandi inntökuskilyrði fyrir nema í lögregluskólann eru fáránleg þ.e.a.s. að þessir krakkar þurfa bara að sýna fram á kunnáttu og líkamlega burði en andlega hliðin er algjörlega hunsuð. Engin furða að Lögreglumenn eu sumir sakaðir um að vera bara í þessu jobbi til að hafa vald.

Persónuleikapróf gætu hjálpað aðeins til við að grisja út þessir "fáu slæmu epli". Einni finnst mér lögreglan hér á landi vera dálítið hrædd við að refsa sínum eigin mönnum ekki vegna þess að þeim þykir of vænt um þá heldur vegna þess að ef þeir viðurkenni að mistök eða misbeiting geti átt sér stað þá missi allir lögreglumenn trúleika.

Finnst líka að lögreglan eigi alls ekki að vera að rannsaka svona mál sjálf og ekki heldur önnur lögreglu embætti. Það eru allt of mikil tengsl á milli manna í lögreglunni hér. Menn hafa unnið hér og þar og þekkjast. Það þarf algjörlega utanaðkomandi aðila sem er ekki með tengsl inn í lögregluna á þennan hátt. 


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í stuttu máli bíðum og sjáum til

Það virðist vera lausn Geirs á öllu þannig að við hverju bjóst fólk. Það er greinilegt að honum finnst þrengt að sér fyrst að hann er að tjá sig svona opinberlega um þetta, spurning hvort að það séu byrjaðar umræður meðal Sjálfstæðismanna hvort gallarnir séu virkilega svo slæmir.

Áhugavert að hann minnist á  bjargráðin leynilegu sem ríkið er að vinna að en enginn má vita hver eru og ekki þykir ástæða til að beita eins og er. Spurning hvort hann telur að umbreyting Íbúðalánasjóðs teljist til þess að "gera eitthvað" vegna ástandsins. Geir minnir mig á krakka sem vill ekki borða grænmetið sitt. Allavega er sá tónn í honum, hann veit að þetta mun gerast einhvern tímann en hann ætlar að þrjóskast samt sem áður.

En já við skulum bíða og sjá til þangað til við neyðumst til að fara í ESB eins og við neyddumst undir Noregskonung.

Skárra að byrja allavega að byrja að semja meðan við höfum eitthvað til að semja um...


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða lærdóm má draga af þessu...

jaaah frændur eru ekki endilega frændum verstir allavega. En svo er það málið með þennan gjaldmiðil okkar...Whistling

 

Flottir norsararnir að kalla þetta "neyðaraðstoð" og horfa svo á Geir og Davíð reyna sannfæra alla um hið andstæða. Sýnir kannski hvernig nágrannar okkar líta á ástandið hér á landi. Á meðan er okkur sagt að allt sé í lagi og verið sé að vinna í hlutunum og sú vinna gangi vel. Minnir óneitanlega á Búrma ekki satt?


mbl.is Gengi krónunnar styrkist mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband